Fimmtudagur 13.03.2014 - 09:49 - 2 ummæli

Rörsýnin

Íslensk stjórnmálaumræða er sérstök. Við erum flest með rörsýn sem beinir augum okkar í eina átt og það er rétta áttin. Áttin þar sem okkar menn eru….

Nú berast þau tíðindi að ESB hafi samið um makríl veiðar, og skilið okkur Íslendinga eftir,

Þá spretta menn upp hér og hvar og hjóla í utanríkisráðherra. Vel má vera að það sé gefandi að þola hann ekki en eru menn að taka í gikkinn áður en þeir vita nógu mikið?

Fyrir ekki alltof mörgum klukkutímum síðan höfðu menn fæstir nokkuð við vinnulag okkar í þessu máli að athuga en það breytir ekki því að félaga Össur skolar nú upp á yfirborðið og segist hafa séð þetta fyrir,

Fátt er nýtt undir sólinni,

Nú mun þetta vera viljandi gert til að spilla fyrir samskiptum okkar við ESB,

Íslensk stjórnmálaumræða er orðin einn alsherjar spuni þar sem þeir sem bjóða upp á mesta safann alveg óháð staðreyndum fá mesta plássið ef bara viðkomandi fjölmiðill er á sama máli og spunameistarinn,

Einhver ruglar um sumarbústaðaferðir vondra mann í pólitík, algerlega út í bláinn, og það ratar á síður blaða sem annað veifið gefa sig út fyrir að vera alvöru fjölmiðlar,

Það er ekki höfuðsynd að vera ósammála um málin. En það er afleitt að láta það ýta okkur út á það forað sem umræða á netinu og í fjölmiðlum sumum er komin út í.

Röggi

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (2)

 • Talandi um „rörsýn“, þú segir „að ESB hafi samið um makríl veiðar, og skilið okkur Íslendinga eftir“.
  Samdi ESB við sjálft sig, komu engir aðrir að samningnum?
  Hvað með Noreg og Færeyjar, komu þeir ekkert að þessum samningi?

 • Plís, hættu að stunda þessa bullandi meðvirkni gagnvart klúðri og afglöpum Framsóknarflokksins.

  Þessi afglöp liggja á herðum Framsóknarmanna og þeir verða sjálfir að verja sín afglöp – ekki eru þetta óvitar?

  Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegns Sjálfstæðisflokkurinn setur sig svona ítrekað í skotlínuna þegar Framsóknarmenn væta rúmið.

  En það er rétt sem Pétur bendir á, hér á undan mér, að ESB samdi ekki við sig sjálft. Eitthvað gerðist sem veikti samningsstöðu Íslendinga svo mikið að Norðmenn, Færeyjingar og ESB ná samkomulagi og kljúfa kröfur Íslands frá.

  Þetta er ekki ESB samsæri „gegn“ Íslandi, þarna náðu bara allir aðilar samkomulagi nema Ísland. Það er ekki samsæri, það eru bara afglöp íslensku samningsnefnarinnar og Framsóknarflokksins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann tók trú á Guð og langar að skrifa um það, þá reynslu sem er eins og náð Guðs. Ný á hverjum degi....
RSS straumur: RSS straumur