Fimmtudagur 26.01.2017 - 14:41 - 1 ummæli

Ég trúi

Hvað gerðist eiginlega, hvað kom fyrir?

Þannig voru viðbrögðin þegar ég eignaðist trú á Guð. Aumingja kallinn, gersamlega búinn að missa það,

Loksins þegar ég er að komast til manns,

Spurningin samt þessi og ég veit ekki nákvæmlega, eða skil alltaf til fulls, hvað gerðist eða kom fyrir en lífið hefur ekki verið það sama. Að eiga lifandi trú á Guð breytir…

Fordómarnir mínir tóku kipp þarna þegar þetta allt byrjaði en mig langaði samt að kynnast því lífi sem þeir eiga sem ganga með Guði. Hafði þó lært að frelsaða liðið er víst örugglega meira og minna alveg snar,

Furðulegur söfnuður vondra með biblíu í annarri hendinni meðan hin seilist ofan í vasa safnaðarins eftir aurunum, 

Auðtrúa einfeldningar án vafa….Kynntist því þó fljótt að ekki er alltaf auðvelt að ganga með Guði, til þess þarf heilmikla trú sem er hvorki auðveld né einföld,

Bilun segja þeir og hafa sagt í meira en 2000 ár, rúmlega 2000 ára bilun og trúin enn að breyta lífi fólks um allan heim. Fólks sem á ekkert annað sameiginlegt en að trúa á Guð,

Les bók og biður bæna, biður til Guðs…

Þetta er ekki fornsaga eða dægurfrétt heldur raunveruleg nútímasaga því trúin er að breyta lífinu enn þann dag í dag,

Vá, hvað gerðist eiginlega hjá þér maður?

Vildi geta útskýrt það á auðskiljanlegan hátt en eitthvað gerðist og er að gerast á hverjum einasta degi því trú er ekki tekin inn í eitt skipti fyrir öll heldur á hverjum degi og oft á dag,

Þessi dagur er einmitt þannig dagur

 

 

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Ummæli (1)

  • Guð gaf þér sjálfan þig og heiminn. Allar gjafir eru frá honum runnar, beint og óbeint. Ein af dýrmætustu gjöfunum hans er skynsemin. Hann vonar að þú notir hana vel. Ekki síst í trúmálum.

    Páll

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann tók trú á Guð og langar að skrifa um það, þá reynslu sem er eins og náð Guðs. Ný á hverjum degi....
RSS straumur: RSS straumur