Laugardagur 16.11.2019 - 10:38 - Rita ummæli

Réttlætið og náðin

Réttlætið og náðin

Þessa dagana fréttum við af því að viðskiptamenn hafi verið að viðskiptast röngu megin við lögin. Það eru engar gleðifréttir og auðvitað bregðast allir við. Hver með sínum hætti,

Flestir þeir sem tjá sig við svona tímamót gera það vopnaðir reiði og réttlætiskennd og hvers vegna ekki?

Ég skil það en langar ekki vera hluti af þeim viðbrögðum sem eru þó svo mennsk,

Ég ætla ekki að leggja út af þeirri hugsun að dæma ekki fyrr en sekt er sönnuð eða dæma ekki yfirleitt.

Frekar þessu;

Öllum verður okkur á og þegar það gerist þá viljum við mildileg viðbrögð. Við viljum halda okkar sjónarmiðum þannig að á þau sé hlustað og við viljum mæta einhverskonar skilningi,

Ekki endilega samþykki,

Þó kurteisi og virðingu fyrir tilfinningum okkar og okkar nánustu. Þannig finnst okkur eðlilegt að okkur sé mætt. Hitt verður ekki umflúið að réttur sé yfir okkur settur, þar liggja réttindi okkar og skyldur,

En við viljum vera undir náðinni,

Það er fyrir okkur sjálf. En fyrir hina, fyrir aðra, þá viljum við réttlæti og ekkert múður. Engar skýringar skúrkanna og þá dæmum við hart og gerum það strax,

System breyta ekki heiminum. Ekkert kerfi kennir okkur að vera umburðalynd og auðmjúk til annarra eins og við viljum að aðrir séu við okkur. Þar rennur hverjum og einum það blóð til skyldunnar sem við viljum að sé í hjarta okkar,

Komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Verum hófstillt þegar bræður okkar og systur liggja lágt, verum þá góð útgáfa af manneskjum sem kennir til með þeim sem finnur sig á erfiðum stað,

Það er nóg af reiði í þessum heimi. Við kunnum hana og ef við erum lánsöm þá höfum við verið “réttu megin” þar. Erum reiða fólkið, réttláta reiða fólkið, dæmandi,

Það breytir heiminum þegar við launum illt með góðu, þegar við gerum sömu kröfu til okkar sjálfra og annarra. Sá er vill leggja eitthvað af mörkum í þeirri vegferð að byggja betri heim getur byrjað strax í dag. 

Á sjálfum sér,

 

Flokkar: Bloggar

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur