Sunnudagur 17.07.2016 - 16:58 - Lokað fyrir ummæli

Hvítflibba-uppar vinstri flokkanna

Það sjá það allir sem vilja sjá að fylgi vinstri flokkana dalar mikið. Innra getuleysi þessara flokka er algjört og virðist ríkja algjört agaleysi innan þeirra. Samhliða þessu virðist þeim ofviða að fara í naflaskoðun á sjálfum sér og spurja sig grundvallarspurninga eins og hvers vegna vinsældir þeirra hafa dalað líkt og nýlegar skoðanakannanir sýna.

Líkt og með stéttarfélög þessa lands hefur forrysta vinstri flokkanna breyst mikið en hér áður fyrr voru forystumenn þeirra verkamenn eða fólk sem þekkti vel hvað það þýddi að vera hluti af alþýðunni, vera hluti af hinum vinnandi verkalýð eins og það var orðað. Í dag er forrystan oftar en ekki vel menntaðir háskólamenn með hinar ýmsu prófgráður, klæðast jakkafötum eða drögtum og tala um réttindi alþýðunnar þrátt fyrir í reynd að hafa ekki hugmynd um hvað það þýðir að draga fram lífið á lágmarkslaunum, verandi með allt að eina milljón til tvær milljónir á mánuði í laun. Hver er veruleiki þessa fólks í reynd samanborið við það fólk sem það reynir að sækja fylgi sitt til.

Staðreynd málsins er sú að vinstri flokkarnir og verkalýðsforrystan hefur misst öll tengsl við þá sem þeir reyna að sækja fylgi sitt til. Svipaða stöðu sjáum við t.d. í Bretalandi en fylgi verkamannaflokksins þar hefur dalað og kenna menn því um að forrysta flokksins hafi misst öll tengst við þá sem flokkurinn sótti fylgi sitt upprunalega til, – verkalýðsins. Það sama hefur gerst hér á landi enda á forrystan ekkert sameiginlegt með verkafólki þessa lands eða þeirra sem þeir ljúga að um að þeir séu að gæta hagsmuna fyrir. Hvenær hefur samfylkingin t.d. staðið undanfarin ár með vinnandi fólki þessa lands. Varla er hægt að halda því fram að Jóhanna eða Steingrímur hafi haft hagsmuni alþýðu þessa lands fyrir brjósti þegar þau endufjármögnuðu bankakerfið með eignum fólksins í landinu.

Það er augljóst að vinstri flokkarnir eru jú flokkar alþýðunnar eða voru það í upphafi. Líkt og með rekstur þurfa þessir flokkar og fara í naflaskoðun og endurmeta stöðu sína og kanna betur hvaðan þeir eru að sækja mesta fylgi sitt og um leið kanna hvers vegna þeir hafa misst trúverðuleika þeirra sem tilheyra þeim hópi. Ljóst er að forrystan þarf að geta talað máli þessa hóps og vera hluti af honum. Að öðrum kosti mættu þessir flokkar heyra sögunni til.

 

Flokkar: Dægurmál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur