Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 07.02 2017 - 22:55

Ert þú í ábyrgð fyrir lánum annarra?

Mörg mál hafa komið inn á borð til mín þar sem einstaklingar vilja láta athuga hvort hvort ábyrgðir haldi, sem þeir hafa gengist í fyrir þriðja aðila. Komið hefur í ljós í mörgum málum að ábyrgðaryfirlýsingar fyrir lánum 3ja aðila eru ógildar og er það oftar ekki vegna lélegs frágangs lánaskjala. Einnig er mjög algengt að […]

Þriðjudagur 03.05 2016 - 22:50

Getuleysi stjórnsýslunnar

Það er ekki ofsögum sagt að segja að stjórnsýsla Íslands er því miður meingölluð og illa skilvirk. Í huga mér koma þrjú mál sem ég tel endurspegla kerfið sem við búum við og hversu hættulegt það er í reynd þegar kemur að réttlátri og gegnsærri málsmeðferð. Við teljum okkur eiga að búa við stjórnsýslu sem […]

Sunnudagur 21.02 2016 - 10:48

Landsbankinn felldur

Föstudaginn síðastliðin féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Landsbankans gegn Einari V. Ingimundarssyni, umbjóðanda mínum. Niðurstaða dómsins var sú að umbjóðandi minn var sýknaður af kröfum bankans. Saga málsins er löng og sorgleg og enn eitt dæmið um yfirgang og óbilgirni banka í garð skuldara. Málavextir eru þeir að Landsbankinn stefndi umbjóðanda mínum vegna […]

Þriðjudagur 05.01 2016 - 12:04

Frjálst mat skattyfirvalda

Meginreglan í skattarétti er að aðilum beri að greiða skatt af öllum tekjum sínum. Undantekningareglan er hins vegar sú að aðilar hafi heimild til að nýta frádráttarbæran rekstrarkostnað á móti tekjum og þannig lækka skattstofn sinn sem því nemur. Almanna reglan er að skattaðila ber að sýna fram á að frádráttarbær kostnaður sé tilkominn vegna […]

Mánudagur 04.01 2016 - 20:34

Kjararáð á villigötum

Árið var vart byrjað þegar við heyrðum fréttir af hótunum verkalýðsfélaga um hörku í kjaramálum vegna nýlegrar ákvörðunar kjararáðs um hækkun launa embættismanna um hundruði þúsunda króna á mánuði. Það getur vart dulist neinum að þessi ákvörðun kemur illa við þjóðina og þeim sem minnst hafa að bíta og brenna í þessu samfélagi okkar. Hvers […]

Sunnudagur 27.09 2015 - 17:27

Ólöf og séra Ólöf

Í liðinni viku var fjallað um svokallað samviskufrelsi presta þegar kemur að hjónavígslu para af sama kyni með kirkjulegri athöfn. Eins komið hefur fram gilda engar reglur um samviskufrelsi presta innan þjóðkirjunnar sem heimila þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Innan kirkjunnar hafa aðilar aftur á móti talað fyrir því að prestar […]

Miðvikudagur 02.09 2015 - 16:29

Landsbankinn og Bjarnabófarnir

Þær eru margar sögurnar sem við heyrum af samskiptum banka hér á landi við viðskiptavini sína. Oftar en ekki hafa þær verði á neikvæðum nótum eftir hrunið. Eitt sérstakasta tilvik sem ég hef komið að varðaði ósköp venjulegan einstakling sem hafði sett sparifé sitt í hlutabréf hjá Landsbanka Íslands. Í águst 2008 ætlaði hann að […]

Laugardagur 20.06 2015 - 13:03

Réttlát málsmeðferð fyrir dómi

Það hefur gengið á mörgu í okkar litla þjóðfélagi síðustu árin og víða reynt á styrk okkar. Við höfum státað okkur af sterkum innviðum samfélags okkar, þ.á m. réttakerfi okkar þó skóinn kreppi þar á sem og annars staðar. Ég hef áður í pistlum mínum reynt að vekja athygli á því sem mér þykir mega betur […]

Sunnudagur 31.05 2015 - 16:34

Bullið

Eftir myrkustu mánuðina fer loks að sjá til sólar. Vorið kom aldrei og þrátt fyrir að það sé kominn júní þá er lítið um hitann sem vanalega fylgir sumrinu, í kenningu allavegna. En sólin er komin og vonandi fylgir henni þetta langþráða sumar sem allir hafa beðið eftir. En vorið eða sumarið byrjaði með látum, […]

Miðvikudagur 29.04 2015 - 09:33

Vanskilaskrá í boði bankana

Færst hefur í vöxt að bankar séu að innheimta kröfur sem eiga í reynd ekki rétt á sér. Dæmi eru um að bankar innheimti kröfur og um leið skrái einstaklinga á vanskilaskrá vegna þeirra þegar ekkert er á bak við kröfurnar, t.d. engin skuldaskjöl sem standast regluverk og lög. Ég hef komið að mörgum málum […]

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur