Miðvikudagur 09.12.2015 - 17:15 - FB ummæli ()

Opið bréf frá bandarískum múslima.

Hún Sofia Ali-Khan, sem er bandarískur múslimi, fann sig knúna til þess að skrifa opið bréf til samlanda sinna vegna þess að það hatur og það áreiti sem bandarískir múslimar upplifa nú, alla daga og alls staðar, er komið út fyrir öll mörk. Ég ákvað að þýða bréfið hennar Sofiu vegna þess að Bandaríkin eru einungis eitt dæmi um hversu slæmir hlutirnir eru orðnir, hversu mikil hatursorðræðan og áreitnin er orðin og hversu mikið er búið að normalísera umræðu sem byggist á hatri og fordómum gagnvart múslimum. Ég tel að við getum lært mikið af því sem hún Sofia segir, en í bréfinu kemur hún með nokkur dæmi um hvað við getum gert til þess að styðja múslima í baráttu sinni fyrir mannréttindum sínum og tilveru og hvað við getum gert til þess að spyrna gegn uppgangi þessara öfga!

Kæru bandamenn sem ekki eru múslimar,

ég er að skrifa ykkur vegna þess að hlutirnir eru orðnir nákvæmlega það slæmir. Ég hef staðið mig að því að segja of mörgu fólki frá ráði sem ég fékk fyrir mörgum árum síðan frá tónskáldinu Herbert Brun, þýskum gyðing sem flúði Þýskaland 15 ára gamall: „vertu viss um að vegabréfið þitt sé í lagi.“ Það er ekki lengur nóg að hlægja að Donald Trump. Umræðan um múslima er orðin svo slæm og hún er alls staðar, á hverri sjónvarpsstöð, á öllum fréttaveitum. Hún ýtir augljóslega undir daglegt ofbeldi, skemmdarverk, áreiti og mismunun.

Ég vil að þú vitir að hlutirnir eru orðnir það slæmir að ég og fjölskyldan tölum um hvað við þurfum að hafa með okkur ef við þurfum að fara í flýti og hvert við ættum að fara, ef kosningarnar fara á ranga vegu eða ef hlutirnir verða of hættulegir fyrir kosningarnar. Þegar hlutirnir eru ekki jafn óhugnanlegir tölum við um að fara á næstu fimm eða tíu árum eitthvert þar sem löggur bera ekki byssur og hatursorðræða er ekki leyfð í sjónvarpinu.

Ef þú veist það ekki nú þegar þá vil ég að þú vitir að ég var fædd í þessu landi og ég hef búið hér alla mína ævi. Ég hef eytt öllum mínu fullorðinsárum í að vinna með fátækum, fötluðum og þeim sem hafa misst eignarétt sinn og aðstoðað þau við að fá aðgang að réttarkerfinu í landinu. Ég vil einnig að þú vitir að ég er einlægur og stoltur múslimi.

Ég er að skrifa þetta til þess að svara spurningu vinna minna, sem ekki eru múslimar, um hvað þeir geti gert, en  það er mikið sem við getum gert í nafni samstöðu:

Ef þú sérð einhvern áreita múslima, eða einhvern sem gæti verið múslimi, stoppaður, segðu eitthvað, blandaðu þér í málið, kallaðu á hjálp.

Ef þú ert farþegi í almenningssamgöngum, sestu við hliðina á konunni með slæðuna, segðu við hana asalam ‘alaykum (sem þýðir friður sé með þér). Ekki hafa áhyggjur af því að bera það fram vitlaust, hún mun ekki taka það nærri sér. Þú getur líka bara sagt „friður.“ Hún mun brosa, brostu til baka. Ef þú vilt geturu talað við hana, ef þú vilt það ekki geturu samt setið hjá henni og passað að enginn áreiti hana.

Ef þú vinnur með múslima, tékkaðu á honum. Segðu honum að þér finnist fréttaflutningurinn hræðilegur og láttu hann vita að þú sért til staðar fyrir hann.

Ef nágrannar þínir eru múslimar, hafðu auga með þeim. Ef þú ert að labba heim með börnin þín úr skólanum, bjóddu þeim að labba með ykkur.

Talaðu við börnin þín. Þau heyra líka fordómana gegn múslimum. Sjáðu til þess að þau viti hvernig þér líður og segðu þeim hvað þau geta gert þegar þau sjá áreiti eða einelti eða heyra hatursorðræðu í skólanum.

Láttu vita af hatursorðræðu  þegar þú heyrir hana. Ef sú orðræða hvetur til haturs eða ofbeldis gagnvart ákveðnum hóp, láttu vita, hvort sem það er í stofunni heima hjá þér, í vinnunni, með vinum þínum eða á meðal almennings. Það er sérstaklega mikilvægt að þú bendir á þetta á meðal fólks sem þekkir ekki múslima.

Settu á fót fræðslu um íslam, í bókaklúbbnum þínum, skólanum þínum, söfnuði eða matarklúbbi. Hafðu samband við félag múslima, samtök sem vinna þvert á trúarbrögð eða moskuna nálægt þér og athugaðu hvort það sé ekki einhver sem getur komið og svarað spurningum um íslam og bandaríska múslima. Þau munu ekki móðgast. Þau munu þiggja tækifærið til þess að gera eitthvað til þess að sporna við öllum viðbjóðnum.

Skrifaðu greinar og fordæmdu hversu miklir fordómarnir og hatursorðræðan í garð múslima er orðin og lýstu yfir stuðningi við bandaríska múslima á hvaða hátt sem þú vilt.

Hringdu í kjörna fulltrúa í þínu nágrenni, láttu þá vita að þú hafir áhyggjur af hatursorðræðu gagnvart vinum þínum og nágrönnum í fjölmiðlum og stjórnmálum, að það sé óásættanlegt og að þú viljir að þau láti vita af henni og svari í hvert skipti sem þau heyra hana, fyrir þig.

Láttu vita að þú samþykkir ekki íslamófóbíu og að þú styðjir múslima. Það er svo mikið af hatri sem beinist gegn þeim, svo mikið af fólki sem hafa aðgang að fjölmiðlum og stjórnvöldum sem ýta undir þetta hatur. Vinsamlegast hjálpaðu til við að jafna þetta út með stuðningi. Skrifaðu, notaðu facebook eða bloggið þitt til þess að lýsa yfir stuðningi.

Spurðu mig að hverju sem þú vilt, í alvöru. Talaðu við múslimann í þínu lífi. Vertu viss um að þér líði vel með að styðja við vini þína, nágranna eða vinnufélaga sem eru múslimar.

Ég get sagt þér það að auk þess sem múslimarnir berjast nú fyrir borgara- og mannréttindum sínum eru þeir einnig að berjast við mikinn kvíða. Þó svo að mörg okkar treysta á trúnna til þess að styrkja okkur erum við manneskjur. Þetta er ekki auðvelt fyrir okkur. Það sem þú munt gera mun skipta gríðarlega miklu máli fyrir hina bandarísku múslima í kringum þig.

Takk fyrir að lesa og blessi þig í þinni baráttu. Deildu að vild. 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sema Erla Serdar
29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína.

Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!
RSS straumur: RSS straumur