Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 21.10 2016 - 17:01

Stóra búrkumálið!

Þau eru mörg málin og málefnin sem rædd eru í aðdraganda kosninga, en eins og þau eru mörg málefnin eru þau mis mikilvæg. Þau sem litlu sem engu máli ættu að skipta verða þó stundum að stórum og fyrirferðarmiklum málum þegar stjórnmálamenn setja þau á dagskrá. Búrkubann er eitt af þeim. Þar sem búrkumálið, ef […]

Sunnudagur 25.09 2016 - 18:18

Látum áróður ekki villa okkur sýn!

Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum en nú. Langstærstur hluti þeirra sem eru á flótta eru að flýja stríðsátök og vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát […]

Þriðjudagur 16.08 2016 - 19:41

Hinar ýmsu birtingarmyndir rasisma!

Samfélög nútímans eru í stöðugri þróun og breytingar á uppruna, tungumálum, menningu og trúarbrögðum eiga sér víða stað. Fólksflutningar á milli samfélaga eru ekki nýtt fyrirbæri og geta ástæðurnar fyrir þeim verið margvíslegar en með aukinni hnattvæðingu hefur fólk öðlast meira frelsi til að flytja á milli landa. Íslenskt samfélag er ekki undanskilið þessari þróun. […]

Mánudagur 13.06 2016 - 12:44

Opið bréf til þín!

Í gær urðum við vitni að enn einum mannlega harmleiknum þar sem öfgar og hatur eins einstaklings kostaði fleiri en 50 einstaklinga lífið og særði amk. jafn margra. Auk þess olli þessi eini einstaklingur sorg og reiði um allan heim. Atburðir eins og hatursglæpurinn í Orlando, hryðjuverkin í Brussel og París, sjálfsmorðsárásir í Tyrklandi eða […]

Þriðjudagur 31.05 2016 - 19:27

Stórsigur í baráttunni gegn hatursorðræðu á netinu!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skrifaði í dag undir samkomulag við Microsoft, YouTube, Twitter og Facebook sem felur í sér að berjast gegn hatursorðræðu á internetinu. Með samkomulaginu hafa fyrirtækin heitið því að berjast af meiri krafti gegn hatursorðræðu og öfgum á samfélagsmiðlum sínum. Fyrirtækin hafa með samkomulaginu skuldbundið sig til þess að vinna með samtökum og stofnunum […]

Sunnudagur 17.04 2016 - 21:33

Tröllunum svarað, aftur!

Fyrr á árinu skrifaði ég pistil þar sem ég svaraði nokkrum af helstu upphrópunum og rangfærslum þeirra sem ala á útlendingaandúð, íslamófóbíu og andúð í garð flóttamanna nota til þess að réttlæta óhuggulegan málflutning sinn þegar þeir eru að “taka umræðuna” á netinu. Í einhverju brjálæðislegu bjartsýniskasti hélt ég að það framlag yrði til þess […]

Föstudagur 11.03 2016 - 14:49

Ísland über alles, p. II.

Það hlýtur að fara hrollur um hvern þann sem hefur fylgst með opinberri umræðu um málefni flóttamanna og hælisleitenda síðustu daga. Því miður blandast sú umræða oft við umræðuna um málefni innflytjenda á Íslandi sem og umræðu sem snýr að trúarbrögðum og gagnrýni eða skort á gagnrýni á þau (hver sem trúarbrögðin  eru) en það […]

Sunnudagur 28.02 2016 - 19:54

Ísland über alles?

Í þó nokkurn tíma hefur mikið verið talað um pólitíska jarðskjálfta í Evrópu þar sem stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir og óformlegir hópar sem eiga það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð, andúð á múslimum og andúð á fjölmenningarsamfélaginu (sem í dag einkennir flest ríki Evrópu) hafa verið að tröllríða hinum pólitíska vettvangi og m.a. komist […]

Þriðjudagur 23.02 2016 - 19:21

„Voða lítið um að semja“

Í tilefni af því að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að Evrópusambandinu, eftir að hafa samið við aðra leiðtoga Evrópusambandsins um breytingar á sambandi Bretlands og ESB, er umræðan um sérlausnir og undanþágur komin á kreik á nýjan leik. Það er þrátt fyrir að Cameron er nýbúinn að semja […]

Sunnudagur 07.02 2016 - 22:03

Hver er að hugsa um börnin?

[Lengri útgáfu af þessari grein má finna í Kvennblaðinu] Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljón einstaklinga á flótta í heiminum. Helmingurinn af þeim eru börn. Vegna aukinna átaka, borgarastyrjalda og ofbeldis í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem sótt hafa eftir alþjóðlegri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er […]

Höfundur

Sema Erla Serdar
29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína.

Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!
RSS straumur: RSS straumur