Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Mánudagur 30.05 2016 - 17:15

Fræ ótta og skelfingar

Ýmsir fræðimenn bundust samtökum um að dreifa fræjum ótta og skelfingar á Íslandi þegar útlit var fyrir að Alþingi myndi ekki samþykkja hinn frábæra Icesave-samning Kúbuvinarins Svavars Gestssonar. Gildir limir samtakanna voru: Gylfi Magnússon sem sagði að Ísland yrði eins og Kúba norðursins. Þórólfur Matthíasson sem sagði að Ísland lenti á sama stalli og Kúba og Norður-Kórea. Guðni Th. […]

Föstudagur 27.05 2016 - 19:52

Hver laug að Time?

Erlendir blaðamenn sem segja fréttir af atburðum og framvindu mála á Íslandi geta fæstir kynnt sér málin á eigin spýtur af þeirri einföldu ástæðu að þeir tala ekki málið. Þeir þurfa að treysta á innlenda aðila um upplýsingar; innlenda aðila sem hafa þarf varann á í mörgum tilvikum. Heimild höfundar þessarar dellu gekk að öllum líkindum til að ná sér niður […]

Fimmtudagur 26.05 2016 - 20:04

Vöggugjöfin X – Litgreining

Í óformlegri litgreiningu á afstöðu alþingismanna til bjórs frá u.þ.b. 1932 til 1988 kemur í ljós að bláir eru í afgerandi meirihluta með bjór, appelsínugulir eru í rúmum og bleikir í tæpum. Rauðu kallarnir eru í afgerandi meirihluta á móti bjór, en grænir í tæpum. Það kemur ekki á óvart að rauðu kallarnir eru hvað harðastir á […]

Miðvikudagur 25.05 2016 - 23:14

Davíð og rugludallarnir

Erlendir blaðamenn hafa í mörg ár tuggið upp eftir innlendum rugludöllum að bankahrunið á Íslandi og víðar sé Davíð Oddssyni að kenna. Gott dæmi er grein Michaels Lewis „Wall Street on the tundra“ í greinasafni hans Boomerang. Fáir ef nokkrir „Íslandsvinir“ hafa verið dregnir meira á asnaeyrunum en hann. Sannleikurinn er sá að Davíð var eins og hrópandinn í eyðimörkinni. […]

Miðvikudagur 25.05 2016 - 01:07

Skautað á Austurvelli 1940

Þessa skemmtilegu ljósmynd frá 1940 rakst ég á í myndalbúmi frænda míns, Duane Champlain. Faðir hans Daniel Dolph Champlain (1916-1989) gegndi herþjónustu á Íslandi á stríðsárunum. Hann kynntist móðursystur minni Áróru Björnsdóttur Hjartar (1922-2009) vil ég trúa á Borginni og felldu þau hugi saman. Þau eignuðust tvö börn, áðurnefndan Duane (1944) og Deborah (1948-1997). Daniel […]

Þriðjudagur 24.05 2016 - 00:25

Hver laug að Lewis?

Þegar ég las grein hins frábæra rithöfundar Michaels Lewis (Big Short, Moneyball) um bankahrunið á Íslandi „Wall Street on the tundra“ í greinasafninu Boomerang kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir. Að sumu hló ég, eins og því bulli að á hverju ári drepist Íslendingur í sturtu vegna þess að kalda vatnið er tekið af vegna gatnaframkvæmda, en yfir öðru […]

Miðvikudagur 18.05 2016 - 00:08

Vöggugjöfin IX – Bjór

Á vorþinginu 1988 dúkkaði enn upp frumvarp um að leyfa bjór, nú undir forystu Ólafs G. Einarssonar. Andstæðingar bjórsins reru orðið gegn straumnum því samkvæmt skoðanakönnunum vildi yfir helmingur landsmanna nú sjálfur getað sagt „nei takk“ við bjór rétt eins og honum var treyst til að segja „nei takk“ við léttvínsglasi og „nei takk“ við vodkastaupi. Sem betur fer var […]

Þriðjudagur 29.03 2016 - 02:02

Vöggugjöfin VIII – Hvítasta blóðkornið

Frumvörp um að leyfa bjór birtust eins og meinvörp á Alþingi á níunda áratugnum. Ónæmiskerfið stóðst sýkinguna 1984, en eitthvað var á seiði því varnarmátturinn fór þverrandi. Var þjóðarlíkaminn að helsýkjast eða voru þetta vaxtarverkir á þroskabrautinni? Vaxtarverkir ef eitthvað var að marka þá sem vildu treysta hverjum og einum fyrir sjálfum sér, en helsýkjast ef eitthvað var […]

Miðvikudagur 09.03 2016 - 17:06

Vöggugjöfin VII – Arsenik

Meðan bjórinn var bannaður með lögum var glæpur að brugga hann, glæpur að kaupa hann, gæpur að halda á flöskunni, glæpur að færa stútinn að vörunum, glæpur að súpa á honum og glæpur að kyngja honum. Hver einasti maður sem það gerði var sannkallaður glæpamaður, brotlegur við lögin í landinu. Á hinn bóginn var viskí á klaka […]

Mánudagur 29.02 2016 - 21:36

Öldrykkja barna

En þetta byrjaði allt 1932. Um vorið lagði Jón Auðunn Jónsson alþingismaður fram frumvarp um að leyfa bruggun, sölu og meðferð áfengs öls. Meðflutningsmenn voru Bergur Jónsson, Ólafur Thors, Lárus Helgason og Jónas Þorbergsson. Það sofnaði í nefnd. Sömu þingmenn lögðu frumvarpið aftur fram á næsta þingi. Á þessum árum var bjór og sterkvín bönnuð, en léttvín, svokölluð Spánarvín, höfðu verið á borðum landsmanna frá […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur