Færslur með efnisorðið ‘Samkeppni’

Þriðjudagur 23.10 2018 - 17:40

Leigubílstjórar og rithöfundar

Eins og alþjóð veit, eða amk. ætti að vita, sömdu leigubílstjórar sjálfir frumvarp til laga sem færði félagsmönnum stéttarfélags þeirra, Hreyfli, einokunaraðstöðu á markaðnum. Með þessari stuttu og úthugsuðu ritsmíð skutu leigubílstjórar rithöfundum ref fyrir rass. Rithöfundum þessa lands sem maður fyrirfram hefði haldið að myndu beita stílfærni sinni og útsjónarsemi við að tryggja afkomu sína og velferð í harðri […]

Fimmtudagur 02.03 2017 - 04:13

Uber fækkar fullum

Tim Kleiser aðstoðarvarðstjóri í lögreglu Lónsstrandarbæjar í Kaliforníu benti á það í viðtali við bæjarblaðið sl. helgi að svo virtist sem skutl með einkabílum á vegum Uber og Lyft drægi úr ölvunarakstri — að tilfellum hefði fækkað um 21% milli ára. „Uber og Lyft er svo aðgengilegur ferðamáti að drukkið fólk freistast síður til að setjast undir stýri,“ sagði hann. Þessi […]

Laugardagur 21.01 2017 - 18:11

Rentukóngurinn – hringt á bíl

Maður sem býr í útlöndum heimsótti Ísland nýlega. Hann var staddur í boði í heimahúsi síðla kvölds þegar einn gestanna bjóst til brottfarar og símaði á leigubíl. „Ég ætla að panta leigubíl í Flyðrufold 70, takk,“ sagði gesturinn. Maðurinn veitti þessu athygli og fannst hann vera horfinn á vit fyrri tíðar. Ástæðan fyrir því að honum þótti þetta […]

Föstudagur 19.08 2016 - 06:25

Rentukóngurinn – Amish áhrifin

Þegar rentukóngur hefur komið sér þægilega fyrir á markaði með vöruna sína tekur við lögmál sem kalla mætti Amish-áhrifin. Amish-áhrifin lýsa sér í því að vöruþróun hægir á sér eða stöðvar alveg, fjölbreytni minnkar, nýir aðilar geta ekki reynt fyrir sér, öldungaráð eða nefnd ákveður verð og ný lönd eru ekki numin. Það verður að taka skýrt fram […]

Föstudagur 12.08 2016 - 16:25

Rentukóngurinn – Festa über alles

Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]

Fimmtudagur 04.08 2016 - 06:11

Rentukóngurinn – Festa á hlutunum

Einn helsti styrkur rentukóngsins er að hann kemur festu á hlutina. Innanlandsflugið fyrir 1952 er gott dæmi. Þar sem áður var opinn, ógnvænlegur, spennandi og krefjandi markaður var nú komin ein föst stærð með einum sællegum rentukóngi. Sama á við um mjólkurvörumarkaðinn. Þar er svo mikil festa á hlutunum að næstum hver einasta vara í mjólkurkælinum […]

Mánudagur 27.06 2016 - 09:32

Rentukóngurinn – Skotheld rök

Stundin rann upp. Fulltrúar Flugfélags Íslands voru mættir. Á miðju borðinu stóð glæsileg súkkulaðikaka. Einhver bið var eftir Loftleiðamönnum. Björn Ólafsson, óvilhallur flugmálaráðherra allrar þjóðarinnar, gekk í salinn með brasshúðaðan kökuhníf í hendi tilbúinn að skera kökuna í réttlátar og sanngjarnar sneiðar. Loftleiðamenn hlutu að birtast á hverri stundu. Það leið og beið. Ekkert bólaði á Loftleiðamönnum. Loks […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur