Laugardagur 15.09.2012 - 20:08 - FB ummæli ()

Hver hefði trúað því?

Hver hefði trúað því í september 2008, að eftir stjórnun  „hreinnar og tærrar“ vinstri stjórnar að þá væri staðan svona:

Seðlabanki Íslands veitir höfuðpaurum hrunsins sérstakan afslátt af íslensku krónunni fyrir það eitt að koma með hluta af þýfinu til baka til landsins.

Stjórnvöld leggja það til að festa í sessi illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi og færa nokkrum sægreifum auðlindina á silfurfati.  Að vísu í þetta skiptið til ævinlegrar eignar.

Fimmta hver króna sem ríkið innheimtir fer til greiðslu vaxta, þar sem bróðurparturinn lendir hjá eigendum bankanna sem fengu þá fyrir slikk.

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur það ótímabært að aðskilja fjárfestingar- og viðskiptabanka.

Í miðjum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu gerir ríkisstjórnin „leynisamning“ við einn hæstlaunaða forstjóra ríkisstofnunar.

Búið er að taka upp gamla góða bónusakerfið í Landsbankanum, sem lagt var af tímabundið í kjölfar hrunsins.

Ganga má að því sem vísu að Jóhanna Sigurðardóttir láti víggirða þinghúsið á þingsetningardegi.

Svona má lengi telja.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur