Miðvikudagur 19.12.2012 - 16:08 - FB ummæli ()

Jón Gnarr rassskelltur

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, fékk rassskell í Hæstarétti í dag er hann tapaði máli gegn Frjálslynda flokknum.  Aldrei vildu pólitískir forystumenn í borginni, með þá Dag B. og Jón Gnarr í forsvari,  ljá máls á viðræðum um sanngjarna lausn málsins, ef frá er talinn fundurinn sem Jón Gnarr boðaði Guðjón Arnar á og Jón Gnarr mætti svo ekki sjálfur á!

Á heimasíðu Besta flokksins kemur fram að hann sé lýðræðissinnaður umbótaflokkur sem vill lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttisgrundvelli auk þess sem Jón Gnarr hefur talið sig vera fánabera umburðarlyndisins. Búast hefði mátt við að þessu nýja stjórnmálaafli fylgdu ferskir vindar, en framkoma flokksins í málinu var mikil vonbrigði. Framganga hans gagnvart Frjálslynda flokknum einkenndist af fordómum og hroka og virtist Besti flokkurinn vera tilbúinn til þess líta algerlega framhjá sanngjarnri lausn og því að ná sanngjörnum sáttum. Í staðinn beitti hann aflsmunum sínum með afar ósanngjörnum hætti, sem staðfest var í Hæstarétti í dag.

Vonandi lærir Besti flokkurinn af mistökunum og tekur ekki þessi vinnubrögð með sér inn í Bjarta framtíð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur