Sunnudagur 10.02.2013 - 14:57 - FB ummæli ()

Tímasprengjan á Landspítalanum

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ritaði grein í Fréttablaðið í gær. Þar heldur hann því fram að ef komið verði til móts við launakröfur hjúkrunarfræðinga muni það leiða til óðaverðbólgu og sprengingar í efnahagslífinu.

Sú tímasprengja, sem núna tifar á LSH, er miklu frekar að þjónustan mun hrynja í kjölfar þess að hjúkrunarfræðingar og læknar yfirgefa vinnustaðinn í meira mæli og hverfa til sambærilegra starfa annars staðar á Norðurlöndunum. Það er ljóst að það er meira en nóg að gera fyrir alla hjúkrunarfræðinga LSH í Noregi, en þar voru auglýstar 1200 stöður hjúkrunarfræðinga þann 1. febrúar sl. Það er ljóst að hættan á því að skella þurfi í lás og loka LSH, eins og raunin var á spítölum í Lettlandi í kjölfar efnahagshrunsins þar, er yfirvofandi.

Ísland er að dragast hratt aftur úr hinum Norðurlöndunum  hvað lífskjör varðar og ef að snúa á því dæmi við þarf að skapa meiri verðmæti og semja um ósjálfbærar erlendar skuldir þjóðarbúsins. Augljósasta leiðin til að ná því er að ná frekari verðmætum út úr fiskveiðiauðlindinni og tryggja að allur fiskur fari á  markað þannig að hráefni fari til vinnslu og sem mest verðmæti fáist fyrir hann.

Því miður hefur fjórflokkurinn allur sem einn ekki kjark til að taka með festu á málunum og í staðinn snýst hann í kringum þrönga sérhagsmuni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur