Þriðjudagur 30.04.2013 - 00:23 - FB ummæli ()

Freisting

Beinast liggur við  að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi næstu ríkisstjórn þó svo að nærri sé útilokað að samræma kosningaloforð flokkanna, þ.e. stórtækar niðurfærslur lána annars vegar með skattfé og hins vegar einhliða á kostnað óskilgreindra lánardrottna og síðan að halda í verðtrygginguna og afnema hana.  Báðir flokkarnir eru að vísu sammála um að auka ríkisútgjöld og lækka skatta.  Ekki er loku fyrir það skotið að stjórnarmyndunin snúist um aðra hluti þegar til kastanna kemur, s.s. hver fái að kaupa þetta og hitt sem enn er í eigu ríkisins – kannski Landsvirkjun? –  og hver fái þessa og hina fyrirgreiðsluna.

Engu að síður er ekki hægt að líta fram hjá þeirri freistingu sem forystumenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks standa frammi fyrir, þ.e. að semja við Samfylkingu og Vg líka en báðir flokkar eru í sárum og líklegir til þess að vera mjög viðráðanlegir í öllum samningum og tilbúnir að semja um nánast hvað sem er. Sömuleiðis er ljóst að Björt framtíð yrði kaupbætir með Samfylkingunni nánast ókeypis.

Reikna má með að það yrði friðvænlegra á vinnumarkaði ef stjórnarsamsetningin yrði sú að „verkalýðsflokkarnir“ ættu aðild að nýrri ríkisstjórn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur