Miðvikudagur 27.11.2013 - 18:40 - FB ummæli ()

Sprengingarnar og Vg

Afar ólíklegt er að Ríkislögreglustjóra takist að fæla síldina út úr Kolgrafarfirði og í gegnum það nálarauga sem opnast út í Breiðafjörð.

Aðgerðin er örvæntingafull og óþörf – miklu nær væri að veiða síldina í firðinum þar sem hún er innikróuð.  Ein helsta ástæðan fyrir því að veiða ekki, er sú að þá fer síldin ekki í „réttar“ hendur núverandi kvótahafa.  Ekki er sturluð sérhagsmunagæsla bundin við núverandi ríkisstjórn því ekki var sú síðasta heldur upp á marga fiska.

Eflaust er  þjónkun forystu Vg við sérhagsmuni LÍÚ, orsökin fyrir því að hvorki heyrist hósti né stuna frá flokknum græna vegna sprenginga í náttúru Íslands.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur