Þriðjudagur 25.02.2014 - 13:49 - FB ummæli ()

Hvað er hægt að segja?

Nú berast fréttir af góðri veiði við Færeyjar.  Um er að ræða fisk sem átti ekki að vera til samkvæmt framreikningi reiknisfiskifræðinnar – ekki frekar en makríllinn hér við land og sömuleiðis ekki ýsan sem veiðist í miklu magni. Góð ýsuveiði er eitt mesta vandamál íslenskra smábátasjómanna nú um stundir, svo undarlega sem það hljómar. Sjómenn komast ekki í róður vegna þess að útgefinn kvóti er ekki í neinu samræmi við aflabrögð.

Í færeyska sóknardagakerfinu þekkist ekki þetta einkennilega vandamál – ekki frekar en brottkastið. Hvað er hægt að segja þegar aðilar vinnumarkaðarins, stjórnmála- og blaðamenn sætta sig við algerlega ónýtt og óréttlátt kerfi við stjórn fiskveiða? Engu líkara er en að fyrrgreindir aðilar trúi því að íslenska kvótakerfið sé það allra besta í heimi – þrátt fyrrir að þorskveiðin nú sé 100 þúsund tonnum minni hér við land en hún var árið 1924 og fiskveiðiflotinn fjörgamall. Það er lítið hægt að segja þar sem kerfið virðist hafa fengið guðdómlegan sess hjá fræðasamfélaginu og nánast er litið á málefnalega gagnrýni sem guðlast. Fræðimenn í Háskóla Íslands hafa jafnvel gefið út þá furðulega stefnu að lögsækja hvern þann sem bendir á augljós og vafasöm tengsl þeirra við sérhagsmunasamtök sem sjá hag sínum borgið við að festa ruglið í sessi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur