Miðvikudagur 13.08.2014 - 20:46 - FB ummæli ()

Fylkisflokkurinn

Hvernig má það vera að land sem hefur hærri þjóðartekjur á mann en Þýskaland  geti ekki rekið sómasamlega heilbrigðisþjónustu. Hvernig má það vera að land þar sem þjóðartekjur á mann eru svipaður og í Svíþjóð að þá sé almenningur skuldsettur og á lélegum launum.  Staðan er furðulegri í ljósi þess að Ísland rekur ekki útgjaldafrekan her.  Ástæðan fyrir því að þorri almennings ber svo lítið úr bítum af þeim miklu tekjum sem þjóðfélagið aflar er augljós – landinu er  mjög illa stjórnað.

Ég gæti trúað því að stuðningurinn við Fylkisflokkinn  sem vill endursameiningu Íslands við Noreg komi úr tveimur áttum, annars vegar frá þeim kjósendum sem eru lítið að pæla í pólitík og vanir að velja það framboð sem býður  best og  síðan hinn hópurinn sem er orðinn vonlítill á að þjóðin geti sjálf undið ofan af óstjórninni í landinu með því að kjósa ábyrga fulltrúa á Alþingi Íslendinga.

Í sjálfu sér er það undarlegt að þjóð sem aflar svo mikilla tekna sem að framan greinir skuli ljá máls á því að kasta sjáfsfsforræði sínu . Því miður  hefur  óstjórn síðustu ára opnað á þann möguleika í auknum mæli.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur