Mánudagur 02.03.2015 - 21:29 - FB ummæli ()

Hetja RÚV er Björgólfur Thor!

Í fréttum RÚV var greint frá því að Björgólfur Thor hefði náð þeim mikilvæga áfanga að komast á ný á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Ekki gat fréttamaður RÚV leynt aðdáun sinni á einstöku afreki Björgólfs.

Í fréttinni var hins vegar ekki getið um fyrri afrek kappans sem voru þau að skuldsetja helstu fyrirtæki og fjármálastofnanir landsmanna langt upp fyrir rjáfur og flækja íslenskan almenning í milliríkjadeilur vegna Icesave-reikninganna. Fyrirtækin sem tæmd voru af eignum og skilin eftir skuldsett og gjaldþrota voru m.a. hið aldargamla Eimskipfélag Íslands og Landsbanki Íslands.

Reyndar er íslenska bankagjaldþrotið eitt af stærri gjaldþrotum fyrirtækja veraldarsögunnar og að auki var lánið sem eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga tók til að greiða fyrir ríkisbankann Landsbanka Íslands á sínum tíma aldrei greitt. Mér fannst það því nánast kjánalegt að horfa á ágætan fréttamann íslenska ríkisins lýsa gagnrýnislaust sigrum „athafnamannsins“ Björgólfs Thors  Björgólfssonar.

Augljóst ætti að vera hverri skyni borinni veru að ábyrgðarlaus skuldsetning höfuðpaura hrunsins hefur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir fjárhag þjóðarinnar sem birtist m.a. í bágbornu húsnæði Landspítalans, of litlu viðhaldi vega, háum sköttum, tapi lífeyrissjóða og forsendubresti heimila.

Mér finnst ekki ósanngjarnt að RÚV setji hlutina af og til í samhengi.

Lán Búnaðarbankans til Samson til kaupa á Landsbankanum

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur