Sunnudagur 25.10.2015 - 21:25 - FB ummæli ()

Kynjatvíhyggjan fordæmd af Vg

Katrín Jakobsdóttir hefur um nokkurt skeið verið vinsælust af leiðtogum fjórflokksins, en pólitískar áherslur hennar hafa verið á reiki.  Mér fannst því fróðlegt að fara í gegnum ályktanir landsþings Vg sem hljóta að einhverju leyti að endurspegla áherslur formannsins sem leitt hefur flokkinn í 2 ár.

Af ályktunum á nýliðnu landsþingi Vg má ráða að flokkurinn vijli gefa það út að hann sé róttækt afl umhverfisverndar og réttlátra breytinga í samfélaginu.

Það er erfiðleikum bundið fyrir núverandi forystu flokksins að halda framangreindu á lofti, þar sem flokkurinn endurreisti á síðasta kjörtímabili óbreytt fjármálakerfi og stóð vörð um óréttlátt kvótakerfi. Fyrrverandi formaður með stuðningi Katrínar Jakobsdóttur, stóð fyrir umdeildri risastórri einkaframkvæmd þ.e. Vaðlaheiðagöngum. Á sviði umhverfismála þá beitti forysta Vg sér fyrir að koma á fót ríkisstyrktri stóriðju að Bakka. Ríkisstjórn Vg og Samfylkingar á jafnframt heiðurinn af því að gefa út rannsóknarleyfi til vinnslu á olíu á Drekasvæðinu. Ályktanir um framangreind mál á nýafstöðnu landsþingi sem vísa í þveröfugua átt við verk ráðamanna flokksins eru mjög ótrúverðugar, nema þá ef flokkurinn gerir upp við fortíð sína í ríkissjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Ekki virðist sem að Vg undir forystu Björns Vals og Katrína Jakobsdóttur leggi nokrra áherslu á að taka á vaxtaokri eða verðtryggingu  – Nei önnur mál eru sett ofar á blaði s.s. fordæming kynjatvíhyggjunnar sem bitnar að sögn landfundarmanna víst harkalega á transfólki.  Ekki kemur fram hvernig flokkurinn muni beita sér í málinu.  Ný samþykkt ályktun Vg um jafnréttismál og baráttu gegn illa skilgreindu en vopnuðu feðraveldi er ekki síður áhugaverð en henni lýkur með með slagorðinu:

Áfram konur! Fokk feðraveldið! Lifi byltingin

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort að ályktanir flokksþingsins muni eiga hljómgrunn hjá almenningi. Það er ljóst í mínum huga að núverandi forysta Vg ætlar ekki frekar en aðrir angar fjórflokksins að leggja nokkra áherslu á að hreyfa við stóru hagsmunamálum samfélagsins á borð við að lækka vaxtakostnað, taka á spillingu kvótakerfisins og endurskoða lífeyrissjóðakerfið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur