Þriðjudagur 12.12.2017 - 23:46 - FB ummæli ()

Norðurlandameistarinn Katrín Jakobsdóttir

Í fyrir nokkru áttum við fosætisráðherra sem var alltaf að setja heimsmet.  Okkar ágæti Sigmundur Davíð setti að eigin mati mörg heimsmet m.a. í leiðréttingu lána í boði íslenskra skattgreiðenda.

Fréttir af leiðtogafundi um loftslagsmál sem fram fer nú í París bera það með sér að ungur og efnilegur forsætisráðherra þjóðarinnar hafi þegar sett eitt Norðurlandamet á fyrstu dögum sínum í embætti.  Afrekið gefur góð fyrirheit um enn frekari árangur –  Evrópumet eða jafnvel heimsmet. Katrín kynnti  á fundinum metnaðarfulla í tíma­setn­ing­u, um að Ísland verði fimm árum á und­an hinum Norður­landaþjóðunum í að koma á svokallaðri kolefnishlutleysingu. Með kolefnishlutleysingu er átt við að jafn mikið verði bundið af koltvísýringi t.d. með skógrækt og losað er af koltvísýringi út í umhverfið með mengandi útblæstri.

Inn í útreikningum Katrínar Jakobsdóttur er eftir því sem ég best veit ekki losun frá stóriðjunni. Hún getur sjálf þakkað sér töluverðan hluta af þeirri losun, þar sem hún studdi dyggilega við að reist yrði kolakynnt kísilver á Bakka. Það var gert meðal annars með beinum opinberum stuðningi við uppbygginguna.

Það gerir þessi markmið Íslendinga um kolefnishlutleysinguna glæsilegri en ella er að byrðarnar verða alfarið á kostnað íslensks almennings en ekki erlendrar stóriðju.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur