Mánudagur 03.09.2018 - 11:30 - FB ummæli ()

Ólögmæt gjaldtaka í Hvalfirði

Innheimta Spalar ehf. á veggjöldum nú í Hvalfirði er vægst sagt vafasöm.

Í fyrsta lagi þá hafa veggjöld þegar greitt vel ríflega upp stofnkostnað við gerð ganganna og því hefði samkvæmt upphaflegum áætlunum, átt að vera hætt gjaldtöku fyrir löngu í Hvalfjarðargöngum. Í öðru lagi þá virðist vera eitthvert ólag á bókhaldi Spalar ehf., en í svari við fyrirspurn Bjarna Jónssonar á Alþingi, kom fram að fyrirtækið gæti með engu móti greint kostnað við innheimtu veggjalda frá öðrum rekstrarkostnaði ganganna!  Í þriðja lagi, þá rann samningur Spalar við ríkið út í júlí sl. og er því forsenda fyrir áframhaldandi gjaldtöku algerlega brostin og gjaldtakan vafalítið ólögmæt.

Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að ráðherra samgöngumála horfi fram hjá vafasamri gjaldtöku á almenningi, vegna þröngra sérhagsmuna aðila sem tengjast fjáruppsprettunni Speli ehf. Árlegar tekjur félagsins nema um einum og hálfum milljarði króna. Líkt og í kvótakerfinu í sjávarútvegi hafa sjónarmið almennings og byggða, verið látin víkja í málinu fyrir annarlegum sérhagsmunum.

Málið er afar slæmt fyrir þá sem aðhyllast aukna gjaldtöku í samgöngukerfinu.  Þokukennt bókhald Spalar ehf og ógagnsæi, er ekki beinlínis trausvekjandi. Ekki bætir úr skák þegar gjaldtöku er haldið áfram þrátt fyrir að samningar og forsendur þeirra segja að henni skuli hætt.

Sigurjón Þórðarson

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur