Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 03.06 2018 - 21:25

Tárast vegna Vg

Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með vinum mínum í VG, sem ég studdi dyggilega í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Skagafirði, fylkja sér í vörn fyrir allra ríkasta fólk Íslands, útgerðaraðalinn. Flokkurinn leggur nú höfuðáherslu á að lækka álögur á auðmenn í sjávarútvegi. Helsta skýringin sem forystumenn Vg gefa á undarlegri afstöðu sinni, er […]

Miðvikudagur 18.04 2018 - 11:30

Þorskstofninn minnkaði um ríflega 20% frá í fyrra

Nú hafa verið birtar niðurstöður stofnmælinga botnfiska (togararallið) sem fram fór í lok febrúar og í mars sl. Niðurstöðurnar eru mjög sláandi eða að stofninn hafi minnkað um ríflega 20% frá í fyrra.  Hér er um gríðarmikla minnkun að ræða eða meiri en það sem veitt var úr stofninum í fyrra –  Aflareglan sem notast […]

Miðvikudagur 21.03 2018 - 23:16

Árangursríkur sveitarstjórnarfundur í Skagafirði

Í Sveitarfélaginu Skagafirði blossaði óvænt upp heit umræða um framtíð verðlaunaðs Byggðasafns Skagfirðinga.  Umræður fóru fram um málið á sveitarstjórnarfundi í dag. Umræðan var bæði afar kurteis og málefnaleg, enda bera allir fundarmenn með tölu hag sveitarfélagsins mjög fyrir brjósti.   Eina skuggann sem bar á fundinn var óvænt upphlaup sveitarstjóra í lok fundar sem ég […]

Fimmtudagur 15.02 2018 - 00:08

Vill Vg einkavæða heilbrigðiskerfið?

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sló því fram sí-svona á Viðskiptaþingi í dag, að það væri óskynsamlegt að ríkið ætti bankana.  Ekki kom hún með neinar sérstakar röksemdir máli sínu til stuðnings – hún sagði einfaldlega að einkavæðing bankanna væri nauðsynlegur liður í því sem kallast endurskipulagning fjármálakerfisins. Ég stórefast um að einkavæðing bankanna sé ofarlega á […]

Sunnudagur 04.02 2018 - 23:22

Braskið og ASÍ

Forysta ASÍ hefur í félagi við áhrifamenn innan Samtaka atvinnulífsins verið leiðandi í íslensku fjármálakerfi.  Þetta einkennilega samstarf ASÍ og SA á sér stað í gegnum stjórnir í lífeyrissjóðanna sem ráðstafa drjúgum hluta af launaveltu landsmanna. Fjármálavafstur forystu ASÍ hefur leitt af sér að óskýra hagsmunavörslu þar sem greinilegt er að hagsmunir almenns launafólks eru […]

Sunnudagur 21.01 2018 - 21:47

Er Vg fyrst og fremst flokkur ríka fólksins?

Það er ákaflega erfitt að greina það með nokkrum hætti á stjórn landsins, að hún sé undir forystu róttæks vinstriflokks. Vg hefur löngum boðað að taka ætti á misskiptingunni og koma á réttlæti og sjálfbærni við nýtingu á auðlindum þjóðarinnar. Nú þegar flokkurinn er kominn í stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn þá hafa forystumenn flokksins […]

Sunnudagur 17.12 2017 - 18:22

Doktor að blekkja

Greinin birtist í síðustu viku í Morgunblaðinu: Dr. Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur SFS,  skrifar grein, sem birtist 200 mílum Morgunblaðsins, þar sem hann segir að það hafi náðst afar góður árangur við að stjórna þorskveiðum frá árinu 1992. Á grein Kristjáns má skilja að þorskstofninn sé að gefa meiri afla og að stækkun hrygningarstofnsins hafi gefið […]

Þriðjudagur 12.12 2017 - 23:46

Norðurlandameistarinn Katrín Jakobsdóttir

Í fyrir nokkru áttum við fosætisráðherra sem var alltaf að setja heimsmet.  Okkar ágæti Sigmundur Davíð setti að eigin mati mörg heimsmet m.a. í leiðréttingu lána í boði íslenskra skattgreiðenda. Fréttir af leiðtogafundi um loftslagsmál sem fram fer nú í París bera það með sér að ungur og efnilegur forsætisráðherra þjóðarinnar hafi þegar sett eitt Norðurlandamet […]

Mánudagur 04.12 2017 - 23:03

Áhuga- og atvinnumenn

Mér fannst vel fundið að Kastljósið tæki viðtal við nýjan umhverfisráðhera í kjölfar umræðu um hvort fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar væri heppilegur í starfi umhverfisráðherra. Nýliðinn í stjórnmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra komst vel frá Kastljósþætti kvöldsins, þar sem hann lýsti sýn sinni á starfið. Hann greindi réttilega frá því að úrskurðir í deilumálum sem snúa […]

Sunnudagur 26.11 2017 - 17:34

Reglugerð sem hvetur til framhjálöndunar

Einn af vondum fylgifiskum kvótakerfis í fiskveiðum er hvati brottkasts og rangrar upplýsingagjafar um landaðan afla, eins og skýrt kom fram í Kveik, fréttaskýringaþætti RÚV. Viðbrögð ráðamanna og hagsmunasamtaka útgerða við þættinum, hafa einkennst af því að halda því fram að vandamálið sé hverfandi og það heyri að mestu fortíðinni til. Hér er  skýrsla Hafró frá […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur