Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 26.11 2017 - 17:34

Reglugerð sem hvetur til framhjálöndunar

Einn af vondum fylgifiskum kvótakerfis í fiskveiðum er hvati brottkasts og rangrar upplýsingagjafar um landaðan afla, eins og skýrt kom fram í Kveik, fréttaskýringaþætti RÚV. Viðbrögð ráðamanna og hagsmunasamtaka útgerða við þættinum, hafa einkennst af því að halda því fram að vandamálið sé hverfandi og það heyri að mestu fortíðinni til. Hér er  skýrsla Hafró frá […]

Þriðjudagur 21.11 2017 - 23:21

Þegar ég sótti um starf fiskistofustjóra

Nú fer hátt í einn milljarður króna í eftirlit með sjómönnum og mér er til efs að nokkur íslensk stétt manna sé undir jafn miklu eftirliti ef frá eru taldir íslenskir fangar.  Rekstur Fiskistofu slagar upp í að vera um 2/3 af rekstrarkostnaði fangelsanna. Fyrir nokkrum árum þá sótti ég um starf fiskistofustjóra og var […]

Mánudagur 18.09 2017 - 22:16

Afrek Garðabæjarprinsins

Nú reynir á ábyrgð íslenskra kjósenda Við fáum það á hreint hvort að hinn almenni kjósandi sé fyllilega sáttur við: Gjöf á eigum almennings til vandamanna forsætisráðherra, Borgun, upp á a.m.k. 5 milljarða króna! Að birta ekki skýrslur um annars vegar aflandsfélög og hins vegar hvernig „leiðréttingin“ rataði helst til stóreignafólks, en báðar þessar skýrslur […]

Laugardagur 19.08 2017 - 21:44

Karlmennskan í Barselóna

Það var mikið mannval í þættinum Vikulokunum á RÚV í dag, þann 19. ágúst.  Í þættinum voru aðstoðarmenn ráðherra, sérfræðingur sem hefur veitt íslenskum ráðamönnum ráðgjöf auk þáttarstjórnenda á Ríkisútvarpinu eða þau;  Snærós Sindradóttir, Andrés Jónsson, Ólafur Teitur Guðnason og Karl Pétur Jónsson.  Fyrirfram hefði mátt búast við yfirvegaðri og skynsamari umræðu um menn og málefni […]

Laugardagur 15.07 2017 - 19:59

Jónsskatturinn

Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með hugmyndaflugi ráðherra byggðamála, Jóns Gunnarssonar. Nýjustu hugðarefni hans hljóða á þá leið að skattleggja eigi allar leiðir út úr Reykjavík. M.ö.o. hyggst æðsti yfirmaður samgöngumála á Íslandi skattleggja alla þá sem vilja inn og út úr höfuðborginni. Áhugavert væri að gera samanburð á því hve oft meðallandsbyggðarmaðurinn fer oft […]

Laugardagur 01.07 2017 - 16:43

Umhverfisstofnun sett í ankannalega stöðu

Nýlega var haldin ráðstefna á Ólafsfirði um sjókvíaeldi. Á ráðstefnunni flutti m.a. sú færeyska  Marita Rasmussen, fróðlegt erindi um hvernig nágrannar okkar í Færeyjum drógu lærdóm af þeim hremmingum sem greinin rataði í, í byrjun aldarinnar.  Svo vel tókst til við endurskipulagninguna að fiskeldið hefur síðan blómstrað í Færeyjum. Sjókvíaeldi er svo sannarlega ekki ný […]

Fimmtudagur 22.06 2017 - 21:11

Vilja selja skattasniðgöngurum flugvöll, en eltast baunir

Alvöru undanskot á Íslandi eru hvorki gerð með fimmþúsund króna seðli né tíuþúsund króna seðli – Þetta á fjármálaráðherra að vita manna best. Spurningin sem vaknar við tillögu Benedikts fjármálaráðherra um að banna seðla er; Hvers vegna í ósköpum veigrar hann sér við að taka á stórum undanskotum? Stórfelld undanskot á Íslandi verða þegar útflutningsfyrirtækin […]

Sunnudagur 14.05 2017 - 14:00

Varaformaður Vg gerist talsmaður útgerðarauðvalds Íslands

Mikill þungi er kominn í umræðu um nauðsyn þess að breyta illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi. Kerfið er óréttlátt en það veitir örfáum aðilum einokunarrétt til að nýta sameiginlega auðlind landsmanna. Sömuleiðis tryggir það örfáum vald til þess að ákveða hvort að atvinna og byggð leggist af í heilu byggðalögunum. Það er ljóst að ef því […]

Miðvikudagur 05.04 2017 - 21:13

Ögmundur spyr Bjarna en spurði Steingrím J. einskis

Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar má sjá góða og gilda spurningu sem beint er til forsætis- og fjármálaráðherra. Ögmundur fer einnig á meinlegan hátt yfir kjánalagar yfirlýsingar ráðherranna í ljósi; leynimakksins, sögu og eðli vogunarsjóðanna. Spurningin til núverandi ráðherra er á þá leið, hvort þeir setji ofar hagsmuni fjármálabraskara eða þjóðarhag? Skrifin eru gott tilefni til […]

Mánudagur 06.02 2017 - 01:13

Hatursákærur

Í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini afhjúpaðist algerlega hve ákærur lögreglunnar á hendur Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu, fyrir hatursorðræðu eru fráleitar.  Meint hatursorðræða var ekki hættulegri en svo að henni var sjónvarpað sem skemmtiefni á besta áhorfstíma RÚV.  Um var að ræða upptöku á símatíma Útvarps Sögu, þar sem öldruð 8 barna móðir,  lýsti […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur