Færslur fyrir júní, 2012

Laugardagur 30.06 2012 - 10:54

Bjarni Benediktsson sér árangur

Það eru tíðindi að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skuli hafa viðurkennt í gær að Ísland sé að ná árangri. Hagvöxtur sé vaxandi og atvinna að aukast. Í reynd eru þetta stór tímamót. Eftir allar úrtölurnar og bölmóðinn sem frá honum og félögum hans hefur komið. Þeir nánast froðufelldu yfir hverju einasta úrræði sem gripið var […]

Föstudagur 29.06 2012 - 01:00

Forseti litrófsins

Ólafur Ragnar Grímsson hefur vissulega verið athyglisverður og áhrifamikill forseti. Hann hefur þegar skapað sér sess í sögunni með langri valdasetu á Bessastöðum og vasklegri framgöngu á innlendum og erlendum vettvangi. Hann byrjaði í pólitík sem umbótamaður í Framsóknarflokknum á sjöunda áratugnum, en umbótavilji hans varð snemma of mikill til að rúmast innan þess flokks. […]

Miðvikudagur 27.06 2012 - 17:49

Óheilindi í Icesave-málinu?

Það verður ljósara með hverjum degi sem líður að þjóðin var gróflega blekkt með málflutningi sumra andstæðinga samningaleiðarinnar í Icesave-málinu. Forsetinn gerði einnig alvarleg mistök þegar hann vísaði Icesave III (Buchheit-samningnum) í þjóðaratkvæðagreiðslu, á röngum forsendum og gegn mjög rúmum meirihluta á Alþingi. Hver eru rökin fyrir þessum fullyrðingum mínum? Kostnaður sem var líklegur til […]

Þriðjudagur 26.06 2012 - 23:22

Höll Múmínpabba – við Tjörnina

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu…

Þriðjudagur 26.06 2012 - 10:18

Veiðigjaldið – sigur þjóðarinnar

Samþykkt nýja frumvarpsins um veiðigjöld í síðustu viku var ekki bara mikill sigur fyrir ríkisstjórnarflokkana. Þetta var stórsigur fyrir þjóðina. Loks kom að því að útvegsmenn greiða gjald sem um munar fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar, sem þeir hafa hingað til farið með sem sína einkaeign. Þeir hafa braskað með veiðileyfin, veðsett þau og fénýtt […]

Mánudagur 25.06 2012 - 20:56

Togað undir Jökli

Sólarlag á Jónsmessu (í fyrra). Myndin er tekin með aðdráttarlinsu frá Gufunesi í átt Snæfellsjökuls. Þetta er ein af þessum andartaksmyndum í sólarlaginu sem gefa ævintýralega liti…  

Sunnudagur 24.06 2012 - 23:54

Súrrealísk úrskurðarnefnd

Kæra Önnu Kristínar Ólafsdóttur á hendur forsætisráðuneytinu vekur mikla furðu. Anna sótti ásamt fleirum um starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Skipuð var fagnefnd sérfræðinga til að úrskurða um hæfni umsækjenda um starfið. Anna Kristín lenti í 5. sæti í hæfnismatinu en karlmaður sem var í 1. sæti var ráðinn. Nú vill svo til að Anna Kristín […]

Sunnudagur 24.06 2012 - 18:37

Hjól atvinnulífsins snúast…

Kolbeinn Stefánsson er með athyglisverða pistla um atvinnuleysi og atvinnuþátttöku á Lífskjarablogginu (http://lifskjor.hi.is/). Þar sýnir hann að árangur Íslands í að aftra atvinnuleysi í kjölfar hrunsins er góður í samanburði við aðrar kreppuþjóðir, eins og Íra og þær þjóðir í Evrópu sem fóru hvað verst út úr kreppunni. Átaksverkefni Vinnumálastofnunar eru líka að skila góðum […]

Sunnudagur 24.06 2012 - 09:27

Bílaflotinn eldist – hér er lausnin

Í Fréttablaðinu í gær var bent á það að bílaflotinn hefur elst um 2 ár frá hruni, vegna þess að almenningur kaupir ekki nógu marga nýja bíla. Eðlileg endurnýjunarþörf er um 12 þúsund bílar á ári. Þrátt fyrir að við séum á leiðinni upp úr kreppunni núna verða ekki seldir fleiri en um 6 þúsund […]

Föstudagur 22.06 2012 - 15:10

Íslendingar ánægðir á ný

Eftir miklar þrengingar og umrót í kjölfar hrunsins virðist nú margt vera á uppleið á Íslandi og landinn að taka gleði sína á ný. Einhverjir gætu haldið að það væri vegna sumarkomunnar – en svo er ekki. Nýbirt könnun Eurobarometer, sem framkvæmd var í nóvember síðastliðnum í öllum Evrópuríkjunum, sýnir að Íslendingar voru þá þegar […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar