Sunnudagur 24.06.2012 - 09:27 - FB ummæli ()

Bílaflotinn eldist – hér er lausnin

Í Fréttablaðinu í gær var bent á það að bílaflotinn hefur elst um 2 ár frá hruni, vegna þess að almenningur kaupir ekki nógu marga nýja bíla.

Eðlileg endurnýjunarþörf er um 12 þúsund bílar á ári. Þrátt fyrir að við séum á leiðinni upp úr kreppunni núna verða ekki seldir fleiri en um 6 þúsund nýir bílar í ár, segir talsmaður Bílgreinasambandsins. Þetta er óviðunandi. Öryggi í umferðinni hrakar.

Hér er lausnin:

Forstjórarnir í Bílgreinasambandinu, sem eru samtök fyrirtækja í bílgreinum, eiga að beita sér fyrir því á vettvangi Samtaka atvinnulífsins, að kaupmáttur almennings verði aukinn mun hraðar.

Þá kaupum við fleiri bíla.

Þá kaupum við líka meira af öllu öðru. Atvinnurekendur græða á því þegar upp er staðið.

Flokkar: Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar