Sunnudagur 24.06.2012 - 18:37 - FB ummæli ()

Hjól atvinnulífsins snúast…

Kolbeinn Stefánsson er með athyglisverða pistla um atvinnuleysi og atvinnuþátttöku á Lífskjarablogginu (http://lifskjor.hi.is/).

Þar sýnir hann að árangur Íslands í að aftra atvinnuleysi í kjölfar hrunsins er góður í samanburði við aðrar kreppuþjóðir, eins og Íra og þær þjóðir í Evrópu sem fóru hvað verst út úr kreppunni.

Átaksverkefni Vinnumálastofnunar eru líka að skila góðum árangri og nú stefnir í að atvinnuleysi verði ekki meira en 5% í sumar. Það er ótrúlega góður árangur.

Helstu kreppuþjóðirnar hafa verið með 10-25% atvinnuleysi og hjá sumum er það enn að aukast.

Atvinnuþátttakan á Íslandi 2010 er líka sú hæsta meðal OECD-ríkjanna, þrátt fyrir allt það sem yfir okkur hrundi.

Þetta eru athyglisverð umhugsunarefni sem Kolbeinn fjallar um…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar