Laugardagur 30.06.2012 - 10:54 - FB ummæli ()

Bjarni Benediktsson sér árangur

Það eru tíðindi að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skuli hafa viðurkennt í gær að Ísland sé að ná árangri. Hagvöxtur sé vaxandi og atvinna að aukast.

Í reynd eru þetta stór tímamót. Eftir allar úrtölurnar og bölmóðinn sem frá honum og félögum hans hefur komið.

Þeir nánast froðufelldu yfir hverju einasta úrræði sem gripið var til í björgunaraðgerðum eftir frjálshyggjuhrunið. Lögðu steina í götu stjórnvalda.

Þeir sögðu útilokað að nokkur árangur myndi nást og töluðu um skemmdarverk ríkisstjórnarinnar. SA, Viðskiptaráð og Morgunblaðið sungu með.

Þess var þó ekki að vænta að Bjarni myndi hæla ríkisstjórninni fyrir árangurinn, líkt og margir helstu hagspekingar heimsins gera nú.

Bjarni segir árangurinn einkum vera vegna aukinna makrílveiða!

Hann hefði kanski bara átt að segja að hagvöxturinn væri vegna þess að krakkar um land allt hefðu veitt fleiri marhnúta á bryggjusporðum!

Sólin skín sem sagt á Jóhönnu, Steingrím og félaga, eftir úrhelli og snjóstorma síðustu ára.

Þetta yfirklór Bjarna kitlar sjálfsagt í þeim hláturtaugarnar…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar