Færslur fyrir júlí, 2012

Þriðjudagur 31.07 2012 - 17:41

Þróun ójafnaðar – mat Hagstofunnar

Benedikt Jóhannesson rembist eins og rjúpan við staurinn við að gera athugasemdir við greinar mínar, sem virðast hafa komið illa við hann. Í dag sendir hann mér enn eina greinina og fullyrðir þar að ég hafi gert mistök við að birta tölur Hagstofunnar um tekjuójöfnuð frá 2003 til 2010. Segir Benedikt að ég hafi sett […]

Mánudagur 30.07 2012 - 16:04

Tekjur eða laun? – Benedikt Jóhannessyni svarað

Benedikt Jóhannesson eigandi Frjálsrar verslunar sendir mér tóninn á Eyjunni í dag, vegna umfjöllunar um upplýsingar í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Fyrir utan útúrsnúninga og tal um önnur mál, staðfestir Benedikt það sem fram kemur í pistli mínum. Hann reynir hins vegar að gera lítið úr því að fjármagnstekjur séu ekki taldar með sem hluti af […]

Sunnudagur 29.07 2012 - 11:04

Villandi tölur um tekjur á Íslandi

Nú er sá tími árs er tímaritið Frjáls verslun og dagblöð birta tölur um tekjur Íslendinga, upp úr skattskrám. Margir hafa áhuga á þessu enda sjálfsagt í lýðræðisþjóðfélagi að fyrir liggi upplýsingar um slíkt sem og um skattgreiðslur. Hitt er verra að þær tölur sem birtar eru og kynntar sem upplýsingar um “tekjur” Íslendinga í […]

Fimmtudagur 26.07 2012 - 11:07

Hólmsteinn á heilanum?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í pistli í vikunni að ég sé með hann á heilanum! Ef það væri rétt, þá væri ég bæði þunglyndur og önugur. En ég er yfirleitt kátur og glaður og með fullt af áhugaverðum viðfangsefnum á heilanum. Reyndar er það svo, að Hannes þessi hefur skrifað nærri 200 greinar um mig […]

Miðvikudagur 25.07 2012 - 13:50

Valdið bak við tjöldin

Jóhann Hauksson skrifar mjög athyglisverða grein í DV í dag um þræði valdsins á Íslandi. Jóhann, sem er vel menntaður félagsvísindamaður, skrifaði bók um þetta efni í fyrra sem dróg upp afar skýra mynd af valdasamþjöppuninni á Íslandi (Þræðir valdsins). Megineinkenni valdakerfisins á Íslandi eru óvenju náin tengsl auðmanna, stjórnmálaflokka (einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar) og […]

Mánudagur 23.07 2012 - 15:44

Skjaldborg um stóreignafólk

Þórður Snær Júlíussson er vandaður blaðamaður á Fréttablaðinu, ekki síst á sviði fjármála. Í dag skrifar hann öflugan leiðara um hvernig stóreignafólk var verndað í hruninu og segir meðal annars: „Þegar öll innlán voru tryggð tók íslenska ríkið á sig nokkur þúsund milljarða króna ábyrgð á innlánum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að ef […]

Laugardagur 21.07 2012 - 13:37

Velferðarstefna Sjálfstæðisflokks – Niðurskurður alla leið!

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór mikinn í fjölmiðlum í gær. Sagði að stjórnvöld verði að skera miklu meira niður… “Við eigum ekkert val”, sagði hann. Bjarni sagði velferðarráðherrann “veruleikafirrtan” að vilja frekar verja heilbrigðis- og velferðarkerfið en skera meira niður. Tilefnið var að ríkisvaldinu hafði borist eingreiðslu bakreikningur, einkum vegna Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef), sem gerði […]

Föstudagur 20.07 2012 - 16:38

Rödd skynseminnar

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, er löngu þjóðþekktur fyrir ötula baráttu sína fyrir hag langveikra og öryrkja. Oftar en ekki er hann rödd skynseminnar á þeim vetvangi. Í gær skrifaði hann grein í Fréttablaðið um forgangsröðun í baráttu ÖBÍ. Ég er sammála hverju orði í grein hans og birti hana hér orðrétt: Mannréttindi eru ómetanleg […]

Fimmtudagur 19.07 2012 - 00:47

Skattbyrði ríka fólksins – fyrir og eftir hrun

Egill Helgason hefur eftir grískum vini sínum í gær, að Grikkland komist ekki út úr kreppunni fyrr en ríka fólkið fari líka að borga til samfélagsins. Það er mikið til í þessu. Þetta var einmitt gert á Íslandi. Ríka fólkið var látið greiða hærri skatta eftir hrun og við erum á leið út úr kreppunni. […]

Þriðjudagur 17.07 2012 - 23:56

Kreppumyndir frá Grikklandi

Kreppan leikur Grikki grátt um þessar mundir. En lífið heldur áfram – og húmorinn líka. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók nýlega í Aþenu… AGS mun koma grísku þjóðinni í skuldafangelsi – fyrr en varir! Veggmynd í Plaka hverfinu.   Tom elskar Þjóðverja – en ekki Angelu Merkel.   Mótmælandi í umferðinni – skilaboð […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar