Fimmtudagur 26.07.2012 - 11:07 - FB ummæli ()

Hólmsteinn á heilanum?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í pistli í vikunni að ég sé með hann á heilanum!

Ef það væri rétt, þá væri ég bæði þunglyndur og önugur.

En ég er yfirleitt kátur og glaður og með fullt af áhugaverðum viðfangsefnum á heilanum.

Reyndar er það svo, að Hannes þessi hefur skrifað nærri 200 greinar um mig á síðustu 3-4 árum, allar bakkafullar af ósannindum og ófrægingum.  Nærri 200!

Sú sem hann skrifaði í vikunni endurtekur nokkur af þeim atriðum sem hann hefur skrifað tugi greina um. En hvert einasta atriðið sem hann nefnir er ósatt. Pælið í því.

Ég hef þó engu svarað þessum aragrúa greina hans! Ekki einni einustu.

Það sýnir hversu mikið ég er með hann á heilanum!

Hins vegar hóf ég nýlega að blogga hér á Eyjunni og hef stundum vikið orðum að Hannesi þar, þegar efnið hefur krafist þess.

Það er nefnilega þannig, að ef maður ætlar að skrifa um stöðu þjóðarinnar, reynslu síðasta áratugar og hrunið, þá er óhjákvæmilegt að víkja stöku sinnum orði að Hannesi.

Hannes Hólmsteinn var jú hugmyndafræðingur frjálshyggjutilraunarinnar sem Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn framkvæmdu á Íslandi – með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning.

Við þurfum að skoða allt það sem gerðist ofan í kjölinn til að varast að svo hörmulega takist til aftur. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Hluti þess sem gera þarf er að skýra gerðir og áhrif frjálshyggjuróttæklinganna sem yfirtóku Sjálfstæðisflokkinn.

Frjálshyggjumennirnir hafa hins vegar engu breytt í hugmyndum sínum og bíða þess eins að komast til valda á ný  – og byrja aftur að græða á daginn og grilla þjóðina á kvöldin, samkvæmt forskrift Hannesar!

Almenningi á Íslandi stafar því mikil ógn af þeim. Annar hrunadans í kringum gullkálfinn er ekkert grín.

Hannes og félaga hlýtur því stundum að bera á góma ef við viljum læra af reynslunni – án þess að þeir séu á heilanum á nokkrum manni.

Það vill enginn fara svo illa með sjálfan sig að vera með hirð Davíðs á heilanum!

En þó miklar hörmungar tengist áhrifum Hannesar Hólmsteins á íslenska þjóðmálaþróun á áratugnum fram að hruni þá má hann eiga eitt.

Sumt sem honum tengist er sprenghlægilegt – og ber að þakka fyrir það.

Ég  hló til dæmis mjög innilega er ég las fréttina um að Hannes og AMX-mykjudreifarinn hefðu í sameiningu fengið “frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar”, eins og greina má í þessari færslu:

Mykjudreifari hlýtur frelsisverðlaun.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar