Færslur fyrir júlí, 2012

Mánudagur 16.07 2012 - 17:16

Hvert fóru lífskjörin?

Andri Geir Arinbjarnarson skrifar pistil á Eyjuna í dag um hrun lífskjaranna. Hann styður að hluta þá ályktun Þorsteins Pálssonar, að lífskjarabati síðustu 20 ára hafi verið froða ein. Við séum nú á sama stað og við vorum um 1993. Í gær stökk ég til varnar Davíð Oddssyni og sagði Þorstein ýkja þegar hann sagði að […]

Laugardagur 14.07 2012 - 15:08

Var góðæri Davíðs-tímans froða ein?

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrðir ansi mikið í annars ágætri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að við hrunið hafi komið í ljós að “tuttugu ára lífskjarabati reyndist froða”. Þorsteinn er að segja að við séum komin aftur á þann stað sem við vorum á árin 1992-3. Einn af efnahagsráðgjöfum Sjálfstæðisflokksins, spákaupmaðurinn Heiðar […]

Fimmtudagur 12.07 2012 - 09:08

Studdi Jón Sigurðsson innrás í Írak?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir Jón Sigurðsson forseta hafa verið “frjálshyggjumann”, í nýlegu bloggi. Hann hefur reyndar oft áður skráð þjóðfrelsishetju Íslendinga í sértrúarsöfnuð sinn. Jón Sigurðsson var hlyntur frjálsum viðskiptum almennt. Hann stóð í sjálfstæðisbaráttu og vildi færa viðskiptin á íslenskar hendur. Hann benti á að verslunarfrelsi væri undirstaða þjóðfrelsis og ítrekaði að einokunarverslunin hefði […]

Miðvikudagur 11.07 2012 - 08:02

Kreppustjórnmálin í Evrópu

Ég hef undanfarna tvo daga setið ráðstefnu evrópskra fræðimanna sem fjalla um afleiðingar fjármálakreppunnar og viðbrögð ríkisstjórna í 34 Evrópuríkjum, í Níkósíu á Kýpur. Níkósía er viðeigandi staður fyrir slíka ráðstefnu því hér skjálfa bankar nú og kreppan herðir tökin, enda hafa Kýpverjar sótt um neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og AGS. Flestir fjalla hér um afleiðingar […]

Sunnudagur 08.07 2012 - 09:36

Styrmir stýrir Samfylkingunni

Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason skrifa reglulega á vefsíðu sem kallast Evrópuvaktin. Meginverkefni þeirra virðist vera að segja eitthvað niðrandi og hrollvekjandi um Evrópusambandið, minnst tvisvar á dag. Styrmir og Björn skrifa þó líka um innlend stjórnmál. Einkum er þar að finna alls konar skrif um ríkisstjórnina og er það allt á einn veg – […]

Fimmtudagur 05.07 2012 - 17:36

Ameríski draumurinn – búinn að vera?

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, var að gefa út nýja bók, The Price of Inequality. Þar fjallar hann um hvernig aukinn ójöfnuður í Bandaríkjunum er að grafa undan efnahagslífinu, stjórnmálunum og samfélaginu. Ójöfnuðurinn er að eyðileggja samfélagið, segir hann. Í bókinni gerir hann grein fyrir aukningu ójafnaðar í skiptingu tekna og eigna frá um 1980, […]

Miðvikudagur 04.07 2012 - 11:44

Mykjudreifari hlýtur frelsisverðlaun!

Um helgina voru veitt í Valhöll svokölluð “Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar”, fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins til áratuga og bankaráðsmanns í Landsbankanum fram að hruni. Það vakti mikla hneykslun árið 2010 þegar verðlaun þessi voru veitt InDefence hópnum “fyrir að verja þjóðina gegn Icesave-byrðunum”, vegna þess að Kjartan Gunnarsson átti sjálfur mikinn þátt í að færa þjóðinni Icesave, […]

Þriðjudagur 03.07 2012 - 10:29

Sjálfstæðismenn vilja beisla forsetann

Í greiningu minni á forsetakosningunum á sunnudag (Flétta Ólafs Ragnars) benti ég undir lokin á að hann hefði þegar sagt að hann vildi blanda sér meira í þjóðmálaumræðuna og leiða deilumál til lykta með þjóðinni. Svo sagði ég þetta: “Það gæti verið stórbrotið prógram! Gæti til dæmis fært völdin í þjóðfélaginu frá stjórnmálum og auðmönnum […]

Mánudagur 02.07 2012 - 12:03

Met í aukningu kaupmáttar

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor sagði um daginn að kreppan væri búin og góðæri hafið. Hagvöxtur væri hér einn sá mesti sem mældist á Vesturlöndum og atvinnuleysi væri minnkandi. Menn eru enn að melta þetta. Þetta kom reyndar líka fram í skýrslu sem ég og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur birtum í apríl síðastliðnum (Áhrif hrunsins á lífskjör […]

Sunnudagur 01.07 2012 - 14:02

Flétta Ólafs Ragnars

Eftir að Ólafur Ragnar hefur nú lokið hringferð sinni um hið pólitíska litróf (sjá Forseti litrófsins) þá er fróðlegt að kryfja til mergjar hvernig hann náði hinu ómögulega. Hann byrjaði sem forseti með stuðningi vinstri manna en hefur nú sitt fimmta kjörtímabil með mestum stuðningi sjálfstæðismanna. Hann skipti um stuðningsmannahóp! Það sem gerðist í kosningunum […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar