Færslur fyrir ágúst, 2012

Föstudagur 31.08 2012 - 09:29

Síminn – misheppnuð einkavæðing

Nú berast fregnir af því að skuldir séu að sliga félagið Skipti sem er eignarhaldsfélag Símans. Félagið tapaði nærri tveimur milljörðum í fyrra og tapið á fyrri helmingi núverandi árs er 2,6 milljarðar. Forstjóri Skipta segir að þetta gangi ekki upp til lengri tíma og skuldirnar skerði samkeppnishæfni og fjárfestingargetu félagsins. Megnið af skuldunum er […]

Fimmtudagur 30.08 2012 - 00:14

Hroki og furðutal útvegsmanns

Guðmundur Kristjánsson í Brimi fer mikinn í viðtali við Útvegsblaðið. Hann segir tal þeirra sem gagnrýna skipan sjávarútvegsmála byggjast á öfund, lýðskrumi og fávisku, svo nokkuð sé nefnt. Hann segir sjávarútveg vera vel rekinn og farinn að skila hagnaði núna. Því sé fásinna að breyta nokkru. Hann nefnir þó ekki að nærri 50% gengisfelling krónunnar […]

Miðvikudagur 29.08 2012 - 09:53

Svar Neytendasamtakanna

Í gær skrifaði ég pistil um afnám verðmerkinga á unninni matvöru hér á landi. Þar kvartaði ég yfir sinnuleysi Neytendasamtaka, Neytendastofu, Talsmanns neytenda og launþegafélaga gagnvart því að ekki sé farið að lögum um að verðmerkingar söluvöru skuli vera skýrar og aðgengilegar fyrir neytendur. Þuríður Hjartardóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna sendi mér eftirfarandi athugasemd við skrif mín: […]

Þriðjudagur 28.08 2012 - 14:42

Gagnslaus neytendavernd?

Um daginn skrifaði ég um þá furðulegu þróun að verðmerkingar unninna matvæla eru að leggjast af í verslunum hér á landi. Í staðinn er neytendum ætlað að setja vörur í skanna og finna þannig út hvert verðið er. Þetta er bæði óaðgengilegt og tímafrekt og hamlar eðlilegum neytendaháttum. Fólk þarf að geta séð í flýti […]

Mánudagur 27.08 2012 - 00:27

Réttlæti Sjálfstæðismanna

Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum hafa um árabil talað fyrir breytingum á tekjuskatti einstaklinga og fjölskyldna. Þeir vilja flatan 20% skatt á alla og enga frádrætti (þ.e. skatturinn yrði án persónuafsláttar eða skattleysismarka, barnabóta, vaxtabóta o.s.frv.). Allir myndu greiða sama hlutfall tekna sinna, óháð því hveru háar tekjurnar eru. Pétur Blöndal var í síðdegisþætti Bylgjunnar um daginn […]

Laugardagur 25.08 2012 - 14:56

Mistök Lilju

Lilja Mósesdóttir tilkynnti í vikunni að hún ætli að snúa baki við flokknum sem hún stofnaði. Hún ætlar ekki að vera í framboði til formennsku og mun einbeita sér að þingstörfum fram að kosningum. Hún virðist sem sagt ekki ætla að einbeita sér að kosningabaráttunni fyrir hönd Samstöðu. Þetta er auðvitað dauðadómur yfir Samstöðu. Flokkurinn […]

Föstudagur 24.08 2012 - 14:48

Hafa lífskjörin virkilega skánað?

Í gær birti ég niðurstöður úr fjölþjóðlegri könnun frá nóvember síðastliðnum, sem sýndi svör almennings við spurningunni um hvort land þeirra væri á réttri leið, almennt séð. Ísland var í næst efsta sæti með fjölda svarenda sem segja landið vera á réttri leið, næst á eftir Svíþjóð og fyrir ofan hina hagsælu Lúxemborg. Athyglisvert var […]

Fimmtudagur 23.08 2012 - 09:25

Ísland á réttri leið – ný könnun

Í nýlegri fjölþjóðlegri könnun, sem gerð var í nóvember síðastliðnum fyrir Eurobarometer, var fólk m.a. spurt hvort það teldi land sitt almennt séð á réttri eða rangri leið, um þessar mundir? Niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar og uppörvandi fyrir Ísland. Ísland er í öðru sæti á eftir Svíþjóð hvað snertir fjölda sem telur að landið sé […]

Þriðjudagur 21.08 2012 - 22:35

Verðmerking matvæla leggst af

Í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins á síðasta ári er verðmerking ferskrar matvöru að umtalsverðu leyti að leggjast af. Hakk, kjötfars, lambalærissneiðar, lambakótilettur, nautakjöt í ýmsum útgáfum, svínakjöt í ýmsum útgáfum, kjúklingakjöt í ýmsum útgáfum, álegg, pylsur, ostar o.m.fl. er ekki lengur verðmerkt. Þetta eru allt þær vörur sem fólk kaupir mest af í daglegum innkaupum sínum. […]

Mánudagur 20.08 2012 - 13:18

Frjálshyggjan er vandamálið – ekki lausnin

(Ath! Hér er lítillega breytt útgáfa af greininni „Fjárfestar eru vandamálið – ekki lausnin“. Hún er eiginlega betri svona). Frægt var þegar Ronald Reagan, þá nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sagði að ríkið væri vandamálið – ekki lausnin. Menn eiga ekki að biðja ríkið um að leysa vandamál, sagði hann. Brýnna væri að minnka umsvif ríkisins og […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar