Fimmtudagur 23.08.2012 - 09:25 - FB ummæli ()

Ísland á réttri leið – ný könnun

Í nýlegri fjölþjóðlegri könnun, sem gerð var í nóvember síðastliðnum fyrir Eurobarometer, var fólk m.a. spurt hvort það teldi land sitt almennt séð á réttri eða rangri leið, um þessar mundir?

Niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar og uppörvandi fyrir Ísland.

Ísland er í öðru sæti á eftir Svíþjóð hvað snertir fjölda sem telur að landið sé á réttri leið, af öllum Evrópuríkjunum. Í flestum landann segir meirihlutinn að land þeirra sé á rangri leið (sjá mynd 1).

Mynd 1: Er land þitt á réttri leið? Mat almennings í einstökum Evrópulöndum á framvindu þjóðmála. (Heimild: Standard Eurobarometer 76 (nóvember 2011). Hlutfall íbúa 18 ára og eldri.)

Svíþjóð og Lúxemborg, sem eru á svipuðu róli og Ísland í könnuninni, hafa hvorugt fundið fyrir fjármálakreppunni svo heitið geti. Þetta er því góð einkunn fyrir Ísland, í ljósi hins óvenju mikla hruns sem hér varð.

Ef við lítum sérstaklega á þau ríki sem lentu illa í fjármálakreppunni þá er sérstaða Íslands enn meiri (sjá mynd 2).

Í flestum kreppuríkjunum er mikill meirihluti sem telur land sitt á rangri leið.

Í Grikklandi, á Ítalíu og Spáni segja frá 7% til 9% íbúa að landið sé á réttri leið en frá 65% til 80% segja að það sé á rangri leið. Á Íslandi eru hlutföllin 47% (rétt leið) og 41% (röng leið).

Mynd 2: Er land þitt á réttri leið? Mat almennings í helstu kreppulöndunum á framvindu þjóðmála. (Heimild: Standard Eurobarometer 76 (nóvember 2011). Hlutfall íbúa 18 ára og eldri.)

Á Írlandi eru aðeins 26% sem segja landið á réttri leið en 48% segja það á rangri leið og margir eru óvissir.

Af kreppuríkjunum helstu er það einungis Eistland sem nálgast Ísland.

Ísland kemur því óvenju vel út úr þessu mati þjóðarinnar sjálfrar á framvindu mála í landinu, í nóvember síðastliðnum, í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.

Það er hins vegar athyglisvert að þjóðin skuli meta aðstæður og framvindu með svo jákvæðum hætti, samanborið við önnur Evrópuríki, í ljósi hinnar mjög svo neikvæðu umræðu sem hér hefur tíðkast. Einnig í ljósi lítils stuðnings við ríkisstjórnina.

Þýðir það að ríkisstjórnin hafi algerlega tapað áróðursstríðinu í þjóðmálaumræðunni? Hafa stjórnarandstaða og málgögn hennar verið svona miklu sterkari en málsvarar stjórnvalda?

Það er fróðleg spurning…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar