Færslur fyrir september, 2012

Fimmtudagur 13.09 2012 - 14:14

Skattpíning Bjarna Benediktssonar

Í sjónvarpsumræðum frá Alþingi í gærkveldi, um stefnuræðu forsætisráðherra, sagði Bjarni Benediktsson að ríkisstjórnin verði að láta af skattpíningarstefnu sinni. Hvaða skattpíningarstefna er það? Ég hef áður sýnt að heildarskattheimta, þ.e. allar skatttekur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, hefur minnkað eftir hrun, en ekki aukist (sjá hér og hér og hér). Skatttekjurnar allar samanlagðar […]

Miðvikudagur 12.09 2012 - 17:31

Velferðarstefna er góð hagfræði

Hið nýja frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013 er athyglisvert. Þar er sýnt að áætlunin um að koma ríkisbúskapnum á sléttan sjó eftir frjálshyggjuhrunið er að takast. Það er afar mikilvægt og alls ekki sjálfsagt. Menn geta t.d. skoða hvernig ýmsum evrópskum þjóðum sem lentu illa í kreppu gengur að höndla ríkisbúskap sinn! Bandaríkin eru […]

Mánudagur 10.09 2012 - 22:20

Ísland árið 1950 – fróðlegt myndband

Hér er landkynningarmynd sem NATO lét gera um Ísland árið 1950. Myndin er rúmlega 15 mínútur að lengd. Sýndar eru svipmyndir úr gamla landbúnaðarsamfélaginu, sjávarútvegslífinu, náttúru og auðlindum og svo eru myndir af mannlífinu í Reykjavík og víðar. Þetta er sérstaklega skemmtileg mynd fyrir fólk sem fætt er í kringum 1950, því hún gefur góða […]

Sunnudagur 09.09 2012 - 08:56

Frjálshyggjan fíflar alla

Forlagið  hefur nýlega gefið út bók hagfræðingsins Ha-Joon Chang, 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá. Höfundurinn er virtur fræðimaður við Cambridge háskóla í Englandi. Þessi bók á sérstaklega mikið erindi við Íslendinga. Bókin fjallar um mörg mikilvæg atriði samtímans á sviði efnahags- og stjórnmála, en er skýr og aðgengileg í framsetningu, fróðleg […]

Föstudagur 07.09 2012 - 19:59

Skuggahlið þingmanns?

Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri á DV, hefur slegið öðrum fjölmiðlamönnum á Íslandi við með viðamiklum og víðtækum skrifum sínum um hinar ýmsu hliðar fjármálabrasksins sem setti Ísland á hausinn. Ingi Freyr skilur fjármálaheiminn vel og hefur fyrir því að kafa ofan í gögn og draga upp á yfirborðið aragrúa af upplýsingum sem eiga mikið erindi […]

Fimmtudagur 06.09 2012 - 21:22

Ísland og Írland – Ólíkar leiðir í kreppunni

Ísland vekur mikla athygli erlendis fyrir góðan árangur í að klifra upp úr kreppunni. En það vekur líka athygli að Ísland hefur farið aðra leið en flestar aðrar kreppuþjóðirnar. Hér var lægri og milli tekjuhópum hlíft við afleiðingum kreppunnar en þyngri byrðar lagðar á hærri tekjuhópa, sem meiri greiðslugetu hafa. Þetta hefur m.a. leitt til […]

Miðvikudagur 05.09 2012 - 22:11

Chang: 23 atriði um kapítalisma – í HÍ á morgun

  Athyglisverð bók – Athyglisverður fyrirlestur á morgun í Háskóla Íslands Ha-Joon Chang heldur erindi í tilefni af útgáfu bókarinnar 23 atriði um kapítalisma sem ekki sagt frá. Í pallborði verða: Jóhann Páll Árnason, heimspekingur og heiðursdoktor við HÍ Stefán Ólafsson, forstöðumaður Þjóðmálastofnunar Páll Skúlason, prófessor í heimspeki Fundarstjóri: Björn Þorsteinsson, heimspekingur Ha-Joon Chang er sérfræðingur í […]

Miðvikudagur 05.09 2012 - 08:45

Jafnréttið og ráðningamálin

Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipuagssálfræðingur, skrifar afar athyglisverða grein um ráðningamál hjá ríkinu og starfshætti Úrskurðarnefndar jafnréttismála (ÚJ) í Fréttablaðið í gær. Hún segir meðal annars þetta: “Kærunefnd jafnréttismála er áhrifamikill úrskurðaraðili í deilumálum um opinberar ráðningar hér á landi. Þegar kærunefndin tekur mál til umfjöllunar leggur hún almennt til hliðar fyrra mat sem gert […]

Mánudagur 03.09 2012 - 11:27

Davíð og Jóhanna – samanburður leiðtoga

Það er fróðlegt að bera saman áhrif og árangur tveggja stjórnmálaleiðtoga okkar Íslendinga, Davíðs Oddssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð er sá forsætisráðherra sem lengst hefur setið á valdastóli. Hann var sterkur og áhrifamikill leiðtogi. Ríkur þáttur í styrkleika hans var góð ræðumennska og örugg framkoma, auk hnyttinna tilsvara á köflum. Jóhanna hefur setið lengi á […]

Sunnudagur 02.09 2012 - 23:31

Kreppur kapítalismans í samhengi – myndband

Hér er fróðleg umfjöllun David Harvey um kreppur kapítalismans. Hann fjallar um helstu tegundir skýringa á kreppum og síðan sérstaklega um fjármálakreppu nútímans. Sjónarhorn Harveys einkennist af gagnrýni á óhefta markaðshyggju. Myndbandið er skýrt og greinargott og gagnlegt hvort sem menn eru sammála sjónarhorni höfundar eða ekki.  

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar