Færslur fyrir nóvember, 2012

Föstudagur 30.11 2012 - 21:10

Félagsfræði John Lennons

Smá innsýn…  

Fimmtudagur 29.11 2012 - 22:13

Bítlarnir – George og Ringo hættu fyrst!

Margir halda að það hafi verið John Lennon sem hætti fyrstur í Bítlunum – og þá vegna áhrifa frá Yoko frauku sinni. Það hélt ég líka. En það var ekki svo. Hér má heyra viðtal Howard Smiths við John og Yoko þar sem þau tala um hvernig Bítlarnir leystust upp. Viðtalið var tekið 1972 og […]

Miðvikudagur 28.11 2012 - 09:47

Skattstjóri afhjúpar atvinnurekendur

Í vikunni birti Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, athyglisverða og mikilvæga grein um skattamál í Fréttablaðinu. Þar flettir hann ofanaf blekkingum sem Samtök atvinnulífsins (SA) settu fram í nýlegri skýrslu. Boðskapur SA var sá að skattar á fyrirtæki og aðra hafi hækkað mikið og þeir kynntu svo hugmyndir sínar um æskilegar skattalækkanir á næstu árum. […]

Mánudagur 26.11 2012 - 21:10

Hverju breytir Hanna Birna?

“Ákall um breytingar”, sögðu menn er niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins lá fyrir, með sigri Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í fyrsta sæti. En hvað ætti að breytast? Er Hanna Birna með aðra stefnu eða áherslur en tíðkast hafa frá því nýfrjálshyggjan hélt innreið sína í Valhöll? Nei, ekki hefur örlað á því. Raunar er hún alin upp, innvígð og […]

Laugardagur 24.11 2012 - 12:24

Saga kaupmáttarins eftir hrun

Það alvarlegasta við hrunið 2008 er einkum tvennt: mjög mikil kaupmáttarrýrnun heimilanna og aukin skuldabyrði þjóðarbúsins (heimila, ríkis og fyrirtækja). Mikið gengisfall krónunnar var  helsta orsök þessa. Gengi krónunnar var byrjað að lækka undir lok árs 2007 en lækkaði svo mikið á fyrstu mánuðum ársins 2008, alveg fram á vor. Síðan kom annað stórhrun krónunnar […]

Föstudagur 23.11 2012 - 11:22

Báknið skreppur saman

Því er oft haldið fram í opinberri umræðu að ríkið sé sífellt að stækka. Báknið blási út. En hvað segja gögn Hagstofu Íslands um það? Staðreyndirnar segja að starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu hefur fækkað úr 9600 árið 2008 niður í 7200 árið 2011. Það er mikil fækkun. Á myndinni má sjá starfsmenn í opinberri stjórnsýslu […]

Þriðjudagur 20.11 2012 - 22:47

Pólitík í þágu efnafólks

Frjálshyggju-hugveita Hannesar Hólmsteins (www.rnh.is) og Skafti Harðarson, róttækur frjálshyggjumaður í Reykjavík, buðu til fundar í Háskóla Íslands sl. föstudag. Fundarefnið var skattastefna. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess hver frummælandi fundarins var. Hann kom frá Cato hugveitunni í Bandaríkjunum og mælti sérstaklega með lækkun skatta á hátekjufólk, fjárfesta og fyrirtækjaeigendur. Cato hugveitan […]

Mánudagur 19.11 2012 - 16:26

Orðhvatur Sighvatur

Sá ágæti maður Sighvatur Björgvinsson fór afvega í kynslóðastríði sínu um daginn. Í fyrsta lagi er ófært að alhæfa um heila kynslóð eins og Sighvatur gerði, enda hefur hann dregið það að hluta til baka. Í öðru lagi þá hefur fólk á aldrinum 25-40 ára lögmætt tilefni til að bera sig verr en aðrir vegna […]

Sunnudagur 18.11 2012 - 10:52

Opinber útgjöld – hæst í heimi?

Nokkrir aðilar hafa fullyrt að skattbyrði á Íslandi sé sú hæsta í heimi. Slíkar fyllyrðingar standast þó enga staðreyndaskoðun (sjá hér). En ef þær væru réttar mætti búast við að Íslendingar væru nú með ein hæstu opinberu útgjöld í heimi – eða væru ella að greiða stórlega niður skuldir ríkisins. Hvað segja staðreyndirnar um þetta? […]

Föstudagur 16.11 2012 - 16:13

Sterkasti leikur Samfylkingarinnar

Forystumál Samfylkingarinnar eru talsvert spennandi fyrir áhugamenn um stjórnmál. Áður en Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að hætta í stjórnmálum fannst mér augljóst að það væri sterk staða fyrir Samfylkinguna að hafa hana áfram í forystu í næstu kosningum. En hún kaus að hætta. Árni Páll Árnason hefur þegar gefið kost á sér. Hann gæti án efa […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar