Föstudagur 16.11.2012 - 16:13 - FB ummæli ()

Sterkasti leikur Samfylkingarinnar

Forystumál Samfylkingarinnar eru talsvert spennandi fyrir áhugamenn um stjórnmál.

Áður en Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að hætta í stjórnmálum fannst mér augljóst að það væri sterk staða fyrir Samfylkinguna að hafa hana áfram í forystu í næstu kosningum.

En hún kaus að hætta.

Árni Páll Árnason hefur þegar gefið kost á sér. Hann gæti án efa orðið ágætur formaður og látið mikið að sér kveða. Fleiri gætu þó blandað sér í baráttuna, enda ágætt mannaval í fylkingunni.

Að öðrum ólöstuðum held ég þó að lang sterkasti leikur Samfylkingarinnar í stöðunni sé sá, að fá Össur Skarphéðinsson til að gefa kost á sér. Það er óumdeilt að Össur, með sína miklu reynslu og persónutöfra, er einn af örfáum einstaklingum í stjórnmálunum um þessar mundir sem ná því að hafa ímynd landsföður. Hann er mannasættir og í fyrri formennskutíð hans reis fylgi Samfylkingarinnar hæst.

Ungt fólk og kraftmikið er auðvitað mikilvægt í liðsheildinni en reynsla og leiðtogahæfileikar byggjast upp, þroskast og eflast á löngum tíma.

Stuðningsmenn Össurar lýsa honum svona: “Össur sameinar helstu kosti  góðs leiðtoga; hann er hugmyndaríkur og skapandi stjórnmálamaður og sérlega samningslipur… Hann er snjall ræðumaður og hlýr félagi. Hann sýnir í verkum sínum samúð og samstöðu með þeim sem höllum fæti standa og er réttsýnn og sanngjarn við andstæðinga jafnt sem samherja.”

Það er óhemju mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk að geta nýtt sér hæfileika þeirra sem hafa framúrskarandi leiðtogahæfileika. Með Össur sem formann hygg ég að Samfylkingin myndi hafa ákveðna yfirburði yfir hina flokkana í næstu kosningum.

Nú veit ég að Össur ágirnist ekki formannsstöðuna. Það gerði Jóhanna heldur ekki.

Almennt er betra að fólk taki að sér slík hlutverk af skyldurækni við hugsjónir og þjóð sína frekar en af persónulegum metnaði.

Samfylkingarfólk hlýtur því að veita Össuri góða kosningu í prófkjöri og leggja síðan hart að honum að gefa kost á sér til formennsku.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar