Mánudagur 19.11.2012 - 16:26 - FB ummæli ()

Orðhvatur Sighvatur

Sá ágæti maður Sighvatur Björgvinsson fór afvega í kynslóðastríði sínu um daginn.

Í fyrsta lagi er ófært að alhæfa um heila kynslóð eins og Sighvatur gerði, enda hefur hann dregið það að hluta til baka.

Í öðru lagi þá hefur fólk á aldrinum 25-40 ára lögmætt tilefni til að bera sig verr en aðrir vegna skuldavanda. Ástæða þess er sú, að margir úr þessum aldurshópum keyptu íbúðarhúsnæði á árunum eftir 2004, á uppsprengdu verði og þurftu því að taka á sig meiri skuldir en áður hafði tíðkast hér á landi, jafnvel þó húsnæðið væri hóflegt.

Þau voru því í meiri áhættu en aðrir hafa verið. Hrunið kom verr við þau, eins og fram kemur í skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ um áhrif hrunsins á lífskjör þjóðarinnar (sjá hér). Skuldavandi þeirra og eiginfjárstaða er verri en hjá öðrum aldurshópum.

Stjórnvöld hafa að vísu gert meira til að létta undir með þessum hópum en gert var t.d. á misgengisárunum 1983-5, með skuldaúrræðum og verulegri hækkun vaxtabóta. Stærð gengisfellingarinnar og kreppunnar er hins vegar alvarlegri nú og íþyngir þessu fólki verulega. Hækkun barnabóta á næsta ári hjálpar til, en án kauphækkana verður staðan áfram erfið.

ASÍ ætti kanski að hugleiða hvað hægt er að gera þar á bæ til að létta á vandanum. Má nokkuð ræða kauphækkun?

Það er heldur ekki fallegt af Sighvati að ráðast að okkur íbúum bloggheima og tala niður til okkar. Ekki eru allir sem þar skrifa jafn orðhvatir og Sighvatur. Eitt er líka skrif pistlahöfunda og annað framlag þeirra sem skrifa í umsagnardálkana.

Lexían er líklega sú, að menn skyldu draga andann djúpt og gæta vel að staðeyndum og sanngirni áður en öxin er reidd á loft.

Stóru orðin og belgingurinn bæta ekki umræðuna – ekki heldur hjá hinum orðhvata Sighvata!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar