Laugardagur 24.11.2012 - 12:24 - FB ummæli ()

Saga kaupmáttarins eftir hrun

Það alvarlegasta við hrunið 2008 er einkum tvennt: mjög mikil kaupmáttarrýrnun heimilanna og aukin skuldabyrði þjóðarbúsins (heimila, ríkis og fyrirtækja).

Mikið gengisfall krónunnar var  helsta orsök þessa. Gengi krónunnar var byrjað að lækka undir lok árs 2007 en lækkaði svo mikið á fyrstu mánuðum ársins 2008, alveg fram á vor.

Síðan kom annað stórhrun krónunnar beint í kjölfar hruns bankanna í október og út árið – og reyndar inn á árið 2009.

Kaupmáttur launanna fylgdi með, eins og sjá má á þessari skýringarmynd (Heimild: Hagstofa Íslands).

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við í sumarbyrjun 2009 var hrun kaupmáttarins að mestu komið fram, en náði þó botni vorið 2010.

Það eru fyrst og fremst gengi krónunnnar og svo kjarasamningar sem skýra þróun kaupmáttar launa. Myndin sýnir glögglega hvernig kjarasamningar vorið 2010 og 2011 fleyta kaupmættinum upp á ný. Nú síðustu mánuði hefur hann verið að gefa lítillega eftir.

Kjaraskerðing heimilanna var þó meiri en hér er sýnt (um 28% að meðaltali; minna í lægri tekjuhópum en meira hjá þeim tekjuhærri – sjá hér). Til viðbótar minni kaupmætti launa kom aukin skuldabyrði lána, minni yfirvinna og aukið atvinnuleysi, auk tap fríðinda og jafnvel launalækkun, eins og í opinbera geiranum. Hækkun vaxtabóta vóg á móti þessu fyrir skuldug heimili.

Eftir ágætan hagvöxt bæði 2011 og nú 2012, samhliða góðri hagvaxtarspá fyrir næstu ár, er brýnt að koma kaupmættinum upp aftur.

Boltinn er hjá aðilum vinnumarkaðarins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar