Færslur fyrir nóvember, 2012

Fimmtudagur 15.11 2012 - 09:18

Jakinn snýr aftur!

Ég fór á fund Hagsmunasamtaka heimilanna um verðtrygginguna í Háskólabíói í gærkvöldi. Vildi fá botn í hvað væri á seyði. Ég skildi satt að segja lítið í viðamikilli auglýsingaherferð sem samtökin höfðu keyrt í viku fyrir fundinn, með gríðarlegum tilkostnaði. Mér fannst þetta því nokkuð spennandi. Bjóst við nýjum uppljómunum um verðtrygginguna og skuldavandann, en […]

Þriðjudagur 13.11 2012 - 12:31

Nýtt leikrit: Hipparnir í Hálsaskógi

Um daginn greindi ég frá því að Félag frjálshyggjumanna á Íslandi hefur átt í miklum ímyndavanda eftir hrun. Félagsmenn eru á örvæntingarfullum flótta undan fortíð sinni. Þeir kynna sig nú sem eins konar hippahreyfingu. Segjast vera hinir einu sönnu friðarsinnar. Allir aðrir eru ofbeldisseggir, segja þeir. Gunnlaugur Jónsson hefur farið fyrir þessari miklu endurskoðun á […]

Mánudagur 12.11 2012 - 11:04

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sigrar í Kraganum

Menn hafa sagt ýmislegt um úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kraganum um helgina. Fróðlegt var að sjá hversu dræm kosningaþátttakan var í þessu kjördæmi, sem lengi hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn sögðu að 50% þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána væri lítil þátttaka og vildu hafna niðurstöðunni á þeirri forsendu. Nú þurfa þeir að sætta […]

Laugardagur 10.11 2012 - 18:19

Spiegel: Hnignun Bandaríkjanna

Bandaríkin voru lengst af land tækifæranna og öflugt nýsköpunarsamfélag, með góð og ört batnandi lífskjör fyrir almenning. Þau voru samfélag þar sem alþýðan gat flutt sig í vaxandi mæli upp í millistétt og komist til ágætra bjargálna. Ameríski draumurinn var raunverulegur fyrir marga. Bandaríkin voru þannig að mörgu leyti leiðarljós framþróunar. Á þessu hefur orðið breyting […]

Fimmtudagur 08.11 2012 - 22:36

Skattbyrði íslenskra fyrirtækja er lítil

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð koman reglulega fram með boðskap sinn um skattbyrði atvinnulífsins. Á morgun (föstudag) er von á nýrri skýrslu frá SA. Ég spái því að þeir muni syngja sama lagið og síðast! Þeir munu segja að mikill fjöldi skattahækkana hafi dunið á þeim og að verið sé að skattleggja fyrirtækin út úr heiminum. […]

Miðvikudagur 07.11 2012 - 21:25

Ameríkanar hafna auðmannapólitík

Eftir óvenju harða baráttu tapaði Mitt Romney fyrir Barak Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær. Það gerðist þrátt fyrir að atvinnuleysi sé enn óvenju mikið. Raunar hafa sitjandi forsetar yfirleitt ekki fyrr náð endurkjöri í svo miklu atvinnuleysi. Flokkur Mitt Romneys, Repúblikanar, færðist lengra til hægri í stjórnartíð Ronald Reagans, upp úr 1980, meðal […]

Sunnudagur 04.11 2012 - 21:39

Margrét Thatcher jók fátækt og ójöfnuð

Frjálshyggjumenn – og hægri menn almennt – hafa glímt við ímyndavanda eftir hrun. Hrunið var jú hrun frjálshyggjustefnunnar. Félag frjálshyggjumanna er á fullu að endurskilgreina sig, meðal annars sem hálfgerða hippa (sjá hér). Þeir kasta sauðagæru yfir gráðuga fjárglæfrafólið sem í þeim býr! Margrét Thatcher hefur lengi verið ein helsta stjórnmálastjarna frjálshyggjumanna, ásamt Ronald Reagan. […]

Laugardagur 03.11 2012 - 16:55

Stétt með stétt – í kvótakerfinu

Það var í senn óvenjulegt og óviðeigandi þegar sjómenn mættu á fund LÍÚ á Austurvelli í sumar til að styðja baráttu útvegsgreifa gegn nýja auðlindargjaldinu, sem rennur til þjóðarinnar. Með veiðileyfagjaldinu nýtur þjóðin loks eignarhalds síns á fiskinum í sjónum. Þar með fást peningar til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar. Þetta vildi þjóðin tryggja í atkvæðagreiðslunni um […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar