Færslur fyrir desember, 2012

Mánudagur 31.12 2012 - 16:45

Hetjan er maður ársins!

Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem bjargaðist með ævintýralegum hætti úr sjóslysinu við Noreg, er maður ársins á Rás 2 og Pressunni – valinn af þjóðinni. Það er óvenjulega vel valið. Frásögn Eiríks Inga af slysinu og björguninni lét engan ósnortinn. Styrkur hans og háttvísi mun lifa með þjóðinni um ókomna tíð. Ég óska öllum lesendum […]

Föstudagur 28.12 2012 - 21:28

Ný könnun – Íslendingar bjartsýnastir í Evrópu

Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var fyrir Eurobarometer í nóvember sl. í öllum Evrópuríkjum, þá er niðurstaðan fyrir Íslendinga mjög athyglisverð. Íslendingar eru nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt og jafnframt bjartsýnastir Evrópuþjóða á hagfellda þróun á næstu 12 mánuðum. Þetta á við um þróun efnahagslífsins, atvinnuþróun og lífsgæðin almennt. Hér verða sýndar […]

Miðvikudagur 26.12 2012 - 10:50

Ísland er ágætt – þrátt fyrir allt!

Nú þegar jólakyrrðin færist yfir er gott að hugsa um það góða og jákvæða í lífinu. Þó Íslendingar hafi haft yfir miklu að kvarta eftir hrun og harkalega sé tekist á í þjóðmálaumræðunni, þá eigum við ekki að missa sjónar á því sem er gott og vel gert á Íslandi. Þrátt fyrir áfall í fjármálum […]

Sunnudagur 23.12 2012 - 14:34

Ævintýri – Djásnið í krúnu Jóskubusku

Jólin eru tími ævintýra. Sagan af frelsaranum sem fæddur var í fjárhúsi er auðvitað eitt áhrifaríkasta ævintýri allra tíma. Þótt kaupahéðnar keppi ákaft við Kristsmenn um yfirráð yfir jólahátíðinni þá tekst þeim ekki til fulls að gera hana að veraldlegri hátíð. Án töfra og tónlistar guðspjallsins væru jólin bara neysluhátíð. Ein besta leiðin til að […]

Miðvikudagur 19.12 2012 - 12:38

Fátækleg frjálshyggja

Birgir Þór Runólfsson, náinn samstarfsmaður Hannesar Hólmsteins og fyrrverandi stjórnarmaður í SpKef, hefur skrifað nokkra pistla um frjálshyggjuvísitölu og lífskjör á Eyjunni undanfarið. Efnið sem hann er að miðla kemur frá amerísku frjálshyggjuveitunni Frazer Institute, sem er vettvangur hægri róttæklinga á ysta kanti frjálshyggjunnar. Þessi áróðursveita hefur búið til talnaefni sem virðist sýna jákvætt samband […]

Sunnudagur 16.12 2012 - 14:44

Styrmir í vélarúmi valdsins

Það er mikill fengur að nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um átök og uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins. Þar fæst ómetanleg sýn inn í hin reykfylltu bakherbergi flokksins, þar sem vélað er með valdið í samfélaginu. Megin erindi bókarinnar er að rétta hlut Geirs Hallgrímssonar í stjórnmálasögunni, en hann hrökklaðist úr formennsku í Sjálfstæðisflokknum og […]

Föstudagur 14.12 2012 - 15:18

Kjarabarátta ASÍ á villigötum

Ef ég væri í forystu fyrir ríkisstjórninni væri ég búinn að takmarka samstarf við SA og ASÍ all verulega fyrir nokkru síðan. Samt er ég ekki andvígur því að ríkisstjórnir komi að gerð kjarasamninga með eitthvert innlegg. Hins vegar hefur slík aðild ríkisstjórna farið inn á nýjar brautir á síðustu árum sem eru komnar út […]

Miðvikudagur 12.12 2012 - 10:33

Krónan – Evrópumet í kjaraskerðingu

Hrunið á Íslandi var einstakt. Mörg met voru slegin. Stærsta bóluhagkerfi sögunnar brast og við tók stærsta fjármálahrun sögunnar, með nokkrum stærstu gjaldþrotum sögunnar (sjá um það hjá Þorvaldi Gylfasyni). Eitt metið sem Íslendingar settu hefur þó ekki farið hátt á metorðalistum þjóðanna. Hér varð meiri kjaraskerðing fyrir heimilin en sést hefur annars staðar í […]

Mánudagur 10.12 2012 - 20:49

Veiðigjald til auðmanna eða þjóðarinnar?

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og sérfræðingur í sjávarútvegsmálum Íslendinga, skrifar mjög athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag (sjá hér). Kristinn sýnir á skýran hátt að allt tal útvegsmanna um að hið nýja veiðigjald stjórnvalda sligi rekstur greinarinnar er blekking ein. Sama á við um þær uppsagnir sem einstaka fyrirtæki standa að um þessar mundir. […]

Laugardagur 08.12 2012 - 15:07

Sambúð lýðræðis og markaðar

Í þessari grein færi ég rök fyrir því, að aukin áhersla á óhefta markaðshyggju á Vesturlöndum á síðustu áratugum hafi þrengt að lýðræðinu. Þeirri þróun fylgir aukið vald og aukið frelsi peningaafla, ásamt auknum ójöfnuði lífskjara. Hagvöxturinn nýtist yfirstéttinni meira en áður var og reynt er í vaxandi mæli að grafa undan velferðarríkinu. Hagur millistéttarinnar og […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar