Miðvikudagur 26.12.2012 - 10:50 - FB ummæli ()

Ísland er ágætt – þrátt fyrir allt!

Nú þegar jólakyrrðin færist yfir er gott að hugsa um það góða og jákvæða í lífinu.

Þó Íslendingar hafi haft yfir miklu að kvarta eftir hrun og harkalega sé tekist á í þjóðmálaumræðunni, þá eigum við ekki að missa sjónar á því sem er gott og vel gert á Íslandi.

Þrátt fyrir áfall í fjármálum þjóðarinnar er að mörgu leyti gott að búa á Íslandi. Íslendingar eru sér líka ágætlega meðvitaðir um það.

Þetta kom meðal annars fram í könnun sem gerð var í maí síðastliðnum í öllum Evrópulöndum, þar með talið á Íslandi. Capacent Gallup framkvæmdi hér á landi fyrir Eurobarometer.

Spurt var um ánægju með lífið þessa dagana. Við vorum oft mjög ofarlega í svona könnunum fyrir hrun, alveg frá 1984. Síðan hrundum við niður í ánægjustiganum eftir hrunið 2008. En eins og myndin hér að neðan sýnir þá hafa Íslendingar nú endurheimt ánægjustig sitt.

Íslendingar eru nú þriðja ánægðasta þjóðin með líf sitt – í Evrópu allri.

Þetta er enn eitt merkið um að við erum að sigla út úr kreppunni, þó enn gæti víða erfiðleika á heimilum og í atvinnulífi.

Einungis Svíar og Danir eru ánægðari með lífið þessa dagana en Íslendingar. Svíar hafa nær alveg sloppið við kreppuna og Danir lentu ekki í neinu stóru áfalli, þó bankar hafi þar siglt í strand. Kaupmáttur Dana hefur hins vegar haldið sér og jafnvel aukist í kreppunni, enda danska krónan fasttengd Evrunni.

Um 68% Grikkja og 66% Portúgala eru ónægðir með líf sitt þessa dagana. Samsvarandi tala á Íslandi er 4%, samkvæmt könnuninni.

Við Íslendingar þurfum þó vissulega áfram að bæta kjör og skilyrði þjóðarinnar.

Gleymum samt ekki því sem gott er á Íslandi. Flestar þjóðir heimsins hafa fleiri tilefni til að kvarta en Íslendingar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar