Færslur fyrir janúar, 2013

Fimmtudagur 31.01 2013 - 14:03

Harmageddon – góð umræða

Ég var í þættinum Harmageddon á Xinu 977 um daginn. Stjórnendur þáttarins, Frosti og Máni, voru með mjög góðar spurningar og sóttu fast að mér. Úr varð mjög góð umræða. Strákarnir eru vel að sér í þjóðmálunum og skemmtilegir. Svo er tónlistarvalið líka gott hjá þeir. Alveg óhætt að mæla með þætti þeirra. Hér er […]

Mánudagur 28.01 2013 - 22:34

Hverjir færðu okkur Icesave og verstu lausnina?

Nú þegar við fögnum innilega fullnaðarsigri Íslands í Icesave-málinu er hollt að minnast tveggja atriða: Hverjir færðu íslensku þjóðinni Icesave Hverjir lögðu til dýrustu leiðina til að leysa málið Þeir sem færðu okkur Icesave voru eigendur og stjórnendur Landsbankans. Hvers vegna? Jú þeir voru að reyna að bjarga eignum sínum í bankanum og öðrum fyrirtækjum […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 10:58

Orsakaði frjálshyggjan kreppuna?

Íslenskir frjálshyggjumenn hafa gengið hart fram í að þvo kenningu sína af ábyrgð á fjármálakreppunni og hruninu. Það er annað erlendis. Þar tengja virtir fræðimenn aukin frjálshyggjuáhrif á fjármálamarkaði við tilkomu fjármálakreppunnar alþjóðlegu. Einnig við almennt aukna tíðni fjármálakreppa eftir um 1980. Hættur á að fjármálakreppur skelli á aukast stórlega með aukinni skuldasöfnun. Óholl skuldasöfnun […]

Föstudagur 25.01 2013 - 09:26

Vúdú-hagfræði Laffers er alger snilld!

Arthur Laffer er einn af áhrifamönnum nýfrjálshyggjunnar. Hann kom til Íslands í boði frjálshyggjumanna um miðjan nóvember 2007, er Ísland var þegar komið að bjargbrún fjármálahrunsins.   Skilaboð Laffers í aðdraganda hrunsins Laffer sagði við það tækifæri, að hér á landi væri allt í besta hugsanlega lagi (sjá hér). Allt væri svo frjálst í landinu að […]

Miðvikudagur 23.01 2013 - 23:02

Um hóflegar vinsældir ríkisstjórnarinnar

Karl Th. Birgisson skrifaði pistil á Eyjunni þar sem hann veltir fyrir sér hvers vegna ríkisstjórnin njóti ekki meira fylgis, eftir að hafa að sögn unnið afar góð verk í einstaklega erfiðum aðstæðum, í kjölfar frjálshyggjuhrunsins. Karl kennir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um fylgisleysið. Segir hana ekki vera nógu góðan ræðumann og að hún hafi ekki […]

Miðvikudagur 23.01 2013 - 12:20

Var meiri fátækt á Íslandi en í Skandinavíu?

Frjálshyggjumenn hafa ítrekað reynt að afbaka og hártoga 13 ára gömul skrif mín um fátækt. Telja sig geta sýnt með tölum Hagstofu Íslands um afstæða fátækt frá 2003-2005 að ég hafi haft rangt fyrir mér er ég ályktaði út frá ýmsum gögnum frá 1997-1998, að fátækt virtist þá hafa verið heldur meiri á Íslandi en […]

Þriðjudagur 22.01 2013 - 17:19

Stjórnarskráin: Er málamiðlun æskileg?

Það fer varla á milli mála að staðan varðandi afgreiðslu nýju stjórnarskrárinnar er afar þröng. Fyrst og fremst er það tímaskorturinn. En athugasemdir þær sem fram hafa komið hjá fræðimönnum, úttektarnefndum og nú síðast hjá umboðsmanni Alþingis, eru einnig þess eðlis að ástæða er til að staldra við, þó í sumu hafi gagnrýnendur farið offari. […]

Þriðjudagur 22.01 2013 - 10:47

Skafti Harðar er sérfræðingur í fátækt

Skafti Harðarson, frjálshyggjumaður og bloggari, fer mikinn á köflum. Í gær sendi hann mér harðan dóm vegna meintra skrifa minna um fátækt fyrir 10 og 13 árum síðan. Það er að vísu allt rangt sem Skafti segir um skrif mín, forsendur og samhengi þeirra (sjá hér). Auk þess er hann augljóslega ókunnugur rannsóknum og aðferðafræðum […]

Mánudagur 21.01 2013 - 12:10

Villandi tal um fátækt

Birgir Þór Runólfsson skrifar um fátækt árið 2003 hér á Eyjunni í dag. Þar endurtekur hann, nær orðrétt, skrif sem Hannes Hólmsteinn hefur prentað í tugum greina á liðnum árum. Boðskapurinn er sá, að ég hafi í grein í Morgunblaðinu árið 2003 (það var raunar athugasemd frekar en grein) fullyrt að fátækt væri “verulega” meiri […]

Laugardagur 19.01 2013 - 09:54

Davíð Oddsson – í réttu og röngu ljósi

Davíð Oddsson, fyrrverandi þjóðarleiðtogi okkar Íslendinga, er hálfsjötugur um þessar mundir. Ég óska honum til hamingju með það. Á tímamótum er líka við hæfi að líta til baka. Aðdáendur Davíðs hefja hann enn til skýjanna. En hverju skilaði forysta hans í reynd? Ágætur borgarstjóri Því er ekki að neita að Davíð Oddsson var sterkur og […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar