Þriðjudagur 22.01.2013 - 17:19 - FB ummæli ()

Stjórnarskráin: Er málamiðlun æskileg?

Það fer varla á milli mála að staðan varðandi afgreiðslu nýju stjórnarskrárinnar er afar þröng.

Fyrst og fremst er það tímaskorturinn. En athugasemdir þær sem fram hafa komið hjá fræðimönnum, úttektarnefndum og nú síðast hjá umboðsmanni Alþingis, eru einnig þess eðlis að ástæða er til að staldra við, þó í sumu hafi gagnrýnendur farið offari.

Nú má vera að stjórnarmeirihlutinn lumi á leið til að klára málið í heild sinni í tíma og geti látið kjósa sérstaklega um frumvarpið samhliða kosningunum í vor. Það myndi binda hendur næstu ríkisstjórnar að hluta, ef hún vildi draga breytingar til baka.

Að því slepptu virðast tvær leiðir nærtækar:

  • Einföldun: Stjórnarmeirihlutinn einfaldi eða sleppi þeim ákvæðum sem fengið hafa alvarlegasta gagnrýni og freisti þess að afgreiða málið þannig í heild sinni
  • Málamiðlun: Semja um afgreiðslu mikilvægustu greina til að ná fram núna í meiri sátt

Hættan við fyrri leiðina er sú, að einföldun eða útþynning geti gert einstök ákvæði of óskýr (eins og umboðsmaður Alþingis hefur áhyggjur af) eða að nýr árgreiningur myndist um frumvarpið í heild sinni.

Öruggast virðist vera að fara seinni leiðina og ganga frá mikilvægustu greinunum í breiðari sátt en ella væri. Þar er útspil Framsóknarflokksins frá í gær sérstaklega athyglisvert.

Það sem er mikilvægast er að koma skotheldu auðlindaákvæði tryggilega í gegn og að auka möguleika almennings á að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum um stór og umdeild hagsmunamál þjóðarinnar. Fleira mætti taka með.

Mikilvægast er að ná einhverjum árangri. Verst væri að sigla málinu alveg í strand og fá ekkert. Menn geta gengið að því vísu að reynt verður til þrautar, jafnvel með fordæmalausum hætti, að skemma framgang málsins.

Stjórnarmeirihlutinn hlýtur því að ræða við Framsókn og aðra flokka til að tryggja mögueika á málamiðlunarleiðinni, a.m.k. samhliða því að unnið sé að málinu í heild.

Að ná einhverjum árangri er mikilvægast. Samningar brúa líka leiðir inn á næsta kjörtímabil.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar