Sunnudagur 17.02.2013 - 16:02 - FB ummæli ()

Staða innflytjenda í kreppunni

Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvernig kreppan hefur leikið Íslendinga annars vegar og innflytjendur hins vegar.

Fæst erum við meðvituð um kjör og stöðu innflytjenda.

Margt bendir þó til að kreppan hafi verið innflytjendum erfiðari en Íslendingum. Innflytjendur eru gjarnan á lægri launum en Íslendingar, með minna atvinnuöryggi og með veikara félagslegt stoðkerfi en heimamenn.

Það þýðir að áhætta á lífskjaraáföllum er meiri hjá innflytjendum en Íslendingum. Ein vísbending um það er atvinnuleysi, eins og sjá má á myndinni hér að neðan (tölur um skráð atvinnuleysi frá Vinnumálastofnun).

Eftir 2008 jókst atvinnuleysi almennt. Eins og myndin sýnir var aukningin hjá innflytjendum langtum meiri en hjá Íslendingum.

Atvinnuleysið hjá Íslendingum náði hámarki 2009 í um 8% en hjá innflytjendum náði það hámarki 2010. Innflytjendur almennt voru þá með tæplega 15% en pólskir innflytjendur voru með mesta atvinnuleysið, rúmlega 20%.

Á árinu 2011 var atvinnuleysi pólskra innflytjenda um þrisvar sinnum meira en atvinnuleysið hjá Íslendingum.

Atvinnuleysi Íslendinga hefur lækkað bæði 2010 og 2011 (og einnig 2012, þó það sé ekki sýnt á myndinni), en meðal innflytjenda hefur staðan lítið skánað og alls ekkert hjá Pólverjum.

Það er athyglisvert að skoða stöðuna þegar atvinnuleysi jókst á árunum 2002-2004. Þá varð atvinnuleysi minnst hjá Pólverjum.

Sennilega er staða Pólverja jafn slæm og raun ber vitni vegna þess að þeir starfa sérstaklega mikið í byggingariðnaði, sem fór mjög illa út úr kreppunni.

Athyglisverð spurning er hvort við séum nógu meðvituð um þrengingar Pólverja og annarra innflytjenda? Ná vinnumarkaðsúrræðin nógu vel til innflytjenda?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar