Þriðjudagur 26.02.2013 - 09:05 - FB ummæli ()

Stjórnarskráin – athyglisverð umfjöllun

Tom Ginsburg, prófessor við Chicago háskóla og sérfræðingur í stjórnarskrármálum, flutti fyrirlestur í síðustu viku á vegum Eddu-Öndvegisseturs við Háskóla Íslands.

Ginsburg hefur rannsakað stjórnarskrár og breytingar þeirra í fjölmörgum löndum. Hann var einnig í Silfri Egils á sunnudag og hafði margt athyglisvert og jákvætt að segja um nýju stjórnarskrárdrögin.

Ginsburg kvað ekki upp úr um það að breytingin væri sérstaklega róttæk, en sagði sumar breytingarnar vera mjög nýstálegar og að í drögunum væru stór skref stigin í átt til aukins lýðræðis, með greiðari áhrifum almennings.

Hann benti þó á að þröskuldur fyrir kröfu almennings um þjóðaratkvæðagreiðslu væri heldur lágur, miðað við fámenni þjóðarinnar. Það virðist því skynsamlegt að hækka þröskuldinn, t.d. úr um 10% kjósenda í átt til 15%, svo dæmi sé tekið.

Þá sagði hann að hinu sérstaka forsetaræði sem hér hefur tíðkast, þar sem forseti og þing deila völdum að hluta, væri haldið í nýju drögunum en þingræðið eflt á kostnað framkvæmdavalds ríkisstjórna. Hann sá ekki ástæðu til að taka undir athugasendir Feneyjanefndarinnar við þá skipan.

Þá hældi hann nýjum ákvæðum um mannréttindi og sagði það skoðun sína að stjórnarskrár ættu að breytast í takti við samfélagið sjálft. Sú stjórnarskrá sem sett var til bráðabirgða við lýðveldisstofnunina hefur lifað ansi lengi.

Sjálfur hef ég verið mjög áhugasamur um nýju stjórnarskrána. Sérstaklega myndi ég leggja áherslu á nýja ákvæðið um þjóðareign náttúruauðlinda og um aukna möguleika almennings á að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef stjórnarandstaðan nær að skemma fyrir afgreiðslu nýju stjórnarskrárinnar, í þeirri tímaþröng sem við blasir, þá finnst mér að sjálfsagt sé að afgreiða einungis mikilvægar greinar að þessu sinni, t.d. um náttúruauðlindirnar og þjóðaratkvæði.

Það yrði lítið unnið með því að keyra stjórnarskrána í heild í gegn með mjög mikilli andstöðu, til þess eins að láta næstu ríkisstjórn fella hana úr gildi á ný. Betra væri að sleppa umdeildustu ákvæðunum að sinni, ef meiri samstaða næðist með því.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar