Fimmtudagur 28.02.2013 - 22:08 - FB ummæli ()

Styrmir boðar hreinsanir

Sjálfstæðismenn eru nú orðnir vissir um að þeir nái meirihluta með Framsókn í kosningunum í vor. Valdafíkn og hroki þeirra eykst að sama skapi með degi hverjum.

Dæmi um það er að finna í pistli sem Styrmir Gunnarsson skrifar í dag, en hann er  fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og sérstakur aðgerðastjóri Sjálfstæðisflokksins til margar áratuga.

Styrmir boðar að miklar hreinsanir séu í vændum í opinberu stjórnsýslunni og hjá RÚV, komist Sjálfstæðismenn til valda. Hér er bein ívitnun í skrif Styrmis:

“Í stjórnarandstöðuflokkunum finna menn að langri eyðimerkurgöngu þeirra er að ljúka og þar fara menn að velta því fyrir sér hverja í embættismannakerfinu eigi að setja út í kuldann og hverjum eigi að umbuna. Og þar fara menn að velta fyrir sér hvers konar breytingum þurfi að koma fram á RÚV til þess að skapa meira jafnvæg í umfjöllun þess fjölmiðils.” (undirstrikanir mínar)

Hverjum á að umbuna og hverjum að refsa í ráðuneytum og opinberum stofnunum er spurningin sem nú gengur manna í millum í Valhöll.

Hjá RÚV þarf að breyta áherslum í fjölmiðlun “til að skapa meira jafnvægi í umfjöllun”, segja þeir.

Þetta er mjög óvenjulegt og opinskátt. Ég minnist þess ekki að menn hafi talað svona áður á Íslandi. Sjálfstæði og fagmennska í stjórnsýslunni og hjá RÚV eru einskis metin í Valhöll.

Sjálfstæðismenn ætla greinilega að setja eigin pólitíska kommissara inn á RÚV, til að stýra fréttaumfjöllun í eigin þágu.

Það á sem sagt að beinstýra þessu öllu úr Valhöll, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda.

Þöggun og pólitísk handstýring er aftur komin á dagskrá. Bláa höndin virðist ætla að vera athafnasöm – ef færi gefst!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar