Færslur fyrir febrúar, 2013

Laugardagur 16.02 2013 - 14:24

Svona virka skattleysismörk

Um daginn birti ég tölur um raunverulega greidda beina skatta hjá fjölskyldum í ólíkum tekjuhópum, frá 1996 til 2010 (sjá hér). Þar kom meðal annars fram hvernig skattbyrði lágtekjufólks jókst umtalsvert frá 1995 til 2004, en lækkaði talsvert eftir hrun. Ein af mikilvægari skýringum á þeirri þróun er rýrnun skattleysismarka. Það þýddi að lágtekjufólk greiddi […]

Fimmtudagur 14.02 2013 - 14:38

Svona greiddi fólk skatta, 1996 til 2010

Nú í kjölfarið á birtingu nýrrar skýrslu ASÍ um lífskjör á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er gagnlegt að rifja upp hvernig skattbyrði ólíkra tekjuhópa þróaðist á áratugnum fram að hruni – og einnig eftir hrun. Í töflunni hér að neðan er sýnt hvernig raunveruleg skattbyrð fólks í ólíkum tekjuhópum þróaðist frá 1996 til 2010. Tölurnar […]

Mánudagur 11.02 2013 - 18:58

Ný bók: Þróun velferðarinnar frá 1988 til 2008

Nýlega kom út bókin Þróun velferðarinnar 1988-2008. Bókin fjallar um framvindu helstu sviða velferðarmála á Íslandi á tímabilinu. Bókin er afrakstur viðamikils norræns rannsóknarverkefnis sem hópur íslenskra fræðimanna tók þátt í. Markmiðið var að meta árangur norrænu velferðarríkjanna í breyttu þjóðfélagsumhverfi samtímans. Þessi bók beinir sjónum að Íslandi sérstaklega og spyr hvernig hinir ýmsu þættir […]

Sunnudagur 10.02 2013 - 16:51

Hannes Hólmsteinn delerar um Icesave

Hannes Hólmsteinn skrifar upphrópanir á Pressunni í gær um nýlegan pistil minn sem fjallaði um það, hverjir færðu íslensku þjóðinni Icesave og dýrustu lausnina (sjá hér). Hólmsteinn vill meina að ég skrifi þar um samning sem ekki hafi verið til og birt línurit sem ekki hafi komið frá fjármálaráðuneytinu. Þetta er mjög hlægilegt! Í pistli […]

Laugardagur 09.02 2013 - 11:40

Skattbyrði: Frjálshyggjumenn leiðréttir

Birgir Runólfsson, samstarfsmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, fór með staðlausa stafi um skrif mín um skattbyrði á árunum 1991 til 2007, í nýlegum pistli á Eyjunni. Hann fullyrti eftirfarandi: “Skattar voru sem kunnugt er lækkaðir verulega hér á landi árin 1991–2007. Stefán Ólafsson prófessor hélt því hins vegar fram í grein í Morgunblaðinu 18. janúar 2006 undir heitinu „Stóra skattalækkunarbrellan“, […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 21:39

Ég er hræsnari, heimskingi og dóni!

Þegar ég skrifa um tekjuskiptingu, skattamála, lífskjör, fátækt og hrunið, þá fæ ég alltaf sömu viðbrögð frá frjálshyggjumönnum. Jafnvel þó frjálshyggja komi ekkert við sögu! Viðbrögðum þeirra má skipta í eftirfarandi flokka: Persónulegar árásir, byggðar á ósannindum og níði (sjá t.d. síðustu 120-130 greinar Hannesar Hólmsteins um mig og verk mín. Einnig tíð skrif hér og […]

Þriðjudagur 05.02 2013 - 09:25

Svona fór Ísland á hliðina

Ég skrifaði grein um daginn þar sem ég fór yfir helstu skýringar Carmen Reinhart og Kenneth Rogoff á orsökum fjármálakreppa. Einnig sagði ég frá samhljóða greiningu frjálshyggjumannsins Richard A. Posner á orsökum bandarísku fjármálakreppunnar (sjá hér). Reinhart og Rogoff hafa safnað gögnum um allar helstu fjármálakreppur sem orðið hafa á síðustu átta öldum og rannsakað […]

Mánudagur 04.02 2013 - 11:49

Árni Páll kemur sterkur inn

Formannskjörið í Samfylkingunni virðist vera nokkuð vel heppnað. Árni Páll fékk sannfærandi kosningu en Guðbjartur kemur heill frá slagnum og styður nýja formanninn. Raunar virtist Guðbjartur lengst af vera með hálfum huga í þessari vegferð, þegar Árni Páll sýndi mikinn sóknarhug. Að kjöri loknu hefur Árni Páll síðan stimplað sig kröftuglega inn sem forystumaður. Ræða […]

Laugardagur 02.02 2013 - 16:24

Væri sænska leiðin góð fyrir Ísland? – Já og nei!

Tímaritið Economist er búið að uppgötva að leið frjálshyggju felur í sér of mikinn ójöfnuð og vilja þeir nú styðja norrænu velferðarleiðina og aðrar skynsamlegar miðjuleiðir (sjá hér). Staðreyndin er nefnilega sú, að norræna módelið hefur mikla yfirburði á mörgum sviðum – og hefur lengi haft (sjá hér). Hver eru megin einkenni norræna eða sænska […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar