Færslur fyrir mars, 2013

Sunnudagur 31.03 2013 - 11:11

Sjálfstæðismenn byggja á vúdú-brellu Hannesar

Nú er tími kosningaloforðanna. Sjálfstæðismenn eru með lengsta listann og sennilega þann allra óraunhæfasta. Loforða þeirra virðast geta falið í sér útgjöld (eða lækkaðar tekjur ríkisins) upp á 90-125 milljarða á ári, eða 15-20% af núverandi skatttekjum hins opinbera, skv. lauslegu mati. Það er svipað og hallinn á fjárlögunum var árið 2009, á fyrsta ári […]

Föstudagur 29.03 2013 - 10:49

Mesta blekking frjálshyggjunnar á Íslandi

Í þessari grein mun ég sýna hvernig íslenskir frjálshyggjumenn hafa blekkt almenning gróflega, með boðskap sínum um möguleika á því að afla ríkinu auknar tekjur með stórfelldum skattalækkunum. Blekkingarnar voru meðal annars framkvæmdar með villandi framsetningu á tölum um samband milli skattalækkana og aukinna tekna af tekjuskatti fyrirtækja, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson birti fyrstur og […]

Miðvikudagur 27.03 2013 - 08:15

Hefur Framsókn rétt fyrir sér?

Framsóknarflokkurinn hefur gert heimilunum tilboð um skuldalækkun sem þau geta ekki hafnað – ef hægt er að framkvæma það á þann máta sem sagt er. Hugmyndin sem Sigmundur Davíð hefur talað fyrir er þessi. Verulegt fé getur komið til ráðstöfunar stjórnvalda við úrvinnslu snjóhengjunnar svokölluðu. Um er að ræða krónueignir erlendra aðila (m.a. kröfuhafa föllnu […]

Mánudagur 25.03 2013 - 15:43

Rökræður mínar og Miltons Friedmans

Árið 1984 kom bandaríski hagfræðingurinn og frjálshyggjumaðurinn Milton Friedman til Íslands, í boði hérlendra frjálshyggjumanna. Að því tilefni var efnt til sjónvarpsumræðna þar sem þrír íslenskir fræðimenn rökræddu hugmyndir Friedmans við hann í sjónvarpssal. Viðmælendurnir voru Ólafur Ragnar Grímsson, þá prófessor, Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur og ég hafði verið lektor við HÍ í rúm 3 […]

Sunnudagur 24.03 2013 - 13:53

Skattar voru bæði hækkaðir og lækkaðir

Umræða um skattamál verður oft ýkjukennd, enda nátengd pólitískum átökum. Sumir segja skatta hafa verið stórhækkaða eftir hrun en aðrir benda á að skatttekjur hins opinbera séu minni hluti landsframleiðslu en fyrr. Báðir virðast geta fært rök fyrir máli sínu. Þeir sem tala um skattahækkanir benda á álagningarhlutföll sem voru hækkuð, en ábyggilegar tölur Hagstofunnar, […]

Föstudagur 22.03 2013 - 22:38

Auðmannadekur íslenskra hægri manna

Það er auðvitað ekki nýtt að frjálshyggjumenn þjóni auðmönnum. Það hefur verið megininntak frjálshyggjunnar frá um 1980. Frjálshyggjumenn hafa boðað auðhyggju, lækkun skatta á hátekjufólk, fjárfesta og atvinnurekendur. Þeir vilja um leið veikja launþegafélög og skera niður velferðarríkið. Arthur Laffer er einn helsti talsmaður auðmannadekursins í Bandaríkjunum. Hannes Hólmsteinn bauð honum til Íslands í nóvember […]

Fimmtudagur 21.03 2013 - 20:53

Sátt um sjálfseyðingu?

Margir eru mjög hugsi yfir þróun stjórnarskrármálsins. Eitt er að málið skyldi verða afgreitt svo seint til þinglegrar meðferðar að hætta varð á tímaþröng. Ljóst var snemma að vænta mátti mikillar mótspyrnu frá stjórnarandstöðunni, einkum Sjálfstæðisflokki. Hitt er að formaður Samfylkingarinnar skyldi á lokasprettinum setja í gang fléttu um sátt við stjórnarandstöðuna, án þess að […]

Þriðjudagur 19.03 2013 - 22:16

Velferðarútgjöld – aldrei hærri en nú

Þó mest hafi verið talað um niðurskurð á sviði velferðarmála eftir hrun þá er staðreyndin sú, að velferðarútgjöld voru einungis skorin niður á sumum sviðum en aukin verulega á öðrum. Nettóútkoman er sú, að velferðarútgjöld hins opinbera í heild hafa aldrei fyrr verið hærri en nú eftir hrunið. Það þýðir að velferðarkerfinu hefur verið beitt […]

Mánudagur 18.03 2013 - 15:38

Geta vestrænir róbótar keppt við Kínverja?

Ný tækni hefur lengi breytt framleiðsluháttum og leyst vinnandi hendur af hólmi. Það er gömul saga og ný, alveg frá árdögum iðnbyltingarinnar. Þetta er það sem Jósef Schumpeter, einn af mikilvægari hagfræðingum og samfélagsrýnum 20. aldarinnar, kallaði “skapandi eyðileggingu” (creative destruction). Ný tækni eyðileggur gömul störf – en skapar oftast ný í staðinn. Til skemmri […]

Sunnudagur 17.03 2013 - 09:25

Framsókn býður kjarabætur

Það eru tíðindi þegar Framsóknarflokkurinn er orðinn stærstur flokka í landinu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Icesave-dómurinn gaf Framsókn góðan vind í seglin eftir að flokkurinn hafði verið í lágmarksfylgi allt kjörtímabilið, þrátt fyrir ákafa og á köflum mjög háværa stjórnarandstöðu. Síðan strengdu Framsóknarmenn loforðabogann og buðu hrjáðum heimilunum miklar kjarabætur, með stórtækri niðurfellingu skulda og afnámi […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar