Fimmtudagur 21.03.2013 - 20:53 - FB ummæli ()

Sátt um sjálfseyðingu?

Margir eru mjög hugsi yfir þróun stjórnarskrármálsins.

Eitt er að málið skyldi verða afgreitt svo seint til þinglegrar meðferðar að hætta varð á tímaþröng. Ljóst var snemma að vænta mátti mikillar mótspyrnu frá stjórnarandstöðunni, einkum Sjálfstæðisflokki.

Hitt er að formaður Samfylkingarinnar skyldi á lokasprettinum setja í gang fléttu um sátt við stjórnarandstöðuna, án þess að hafa haft nokkuð til að byggja á, að því er virðist. Lágmark var að vænta hefði mátt þátttöku Framsóknar, til að réttlæta tilraunina. Þar voru hins vegar engar undirtektir þegar á reyndi – seint og um síðir.

Varaformaður Framsóknar kallar nú auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar “sósíalisma”! Það segir ansi mikið. Samt studdu 82% þjóðarinnar þetta ákvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Nú virðast líkur á að ekkert komi út úr þessari fléttu og stjórnarskrármálið fjari jafnvel út við þinglokin. Verði ekki einu sinni tekið til atkvæðagreiðslu, þó meirihluti sé fyrir því.

Minnihlutinn virðist hafa völdin!

Ef ekki tekst að fá í það minnsta sáttatillögu formannanna samþykkta þá er illt í efni. Ekki bara fyrir stjórnarskrármálið, heldur einnig fyrir Samfylkinguna, sem öðrum fremur hefur barist fyrir málinu.

Þá væri Samfylkingin komin í þá furðustöðu að hafa sjálf drepið sitt draumamál! Það yrði illa séð af kjósendum og myndi hrekja marga úr stuðningsliðinu. Sjálfseyðing væri þá helsta niðurstaðan.

Vonandi hef ég rangt fyrir mér um þetta.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar