Þriðjudagur 23.04.2013 - 08:46 - FB ummæli ()

Ný vúdú-brella Sjálfstæðismanna

Eins og menn vita þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt vúdú-hagfræði frjálshyggjunnar í gríð og erg í kosningabaráttunni. Þeir hafa sagt að hægt sé að lækka skatta mikið en samt muni skatttekjur ríkissjóðs aukast mikið.

Boðskapurinn er sem sagt sá, að maður geti étið kökuna að hálfu – en samt verði hún áfram í fullri stærð eftir átið!

Hviss, bang, boom…! Galdur.

Í morgun barst mér fréttabréf frá Sjálfstæðisflokknum (XD Fréttir). Þar er kynnt ný vúdú-brella. Þar segja Sjálfstæðismenn að skuldalækkunartillögur þeirra séu betri en tillögur Framsóknar.

Bingó!

Sagt er í bláu súluriti að tillögur Sjálfstæðisflokks muni lækka skuldir heimila sem eru með 20 m.kr. óverðtryggð lán um 4-5 milljónum meira en tillögur Framsóknar geri og verðtryggð lán um nærri milljón krónum meira.

Tillögur Framsóknar eiga að kosta 240 milljarða, en tillögur Sjálfstæðismanna segja þeir sjálfir að kosti samtals 85 milljarða á fimm árum (17 milljarða kostnaður á ári).

Sjálfstæðismenn segjast sem sagt geta lækkað skuldir heimilanna mun meira en Framsóknarmenn – en kostnaðurinn af leið þeirra verði samt einungis um þriðjungur af kostnaði við leið Framsóknar!

Hér er vúdú-hagfræðin aftur á ferð. Peningar verða til úr engu – og renna til heimilanna.

Nú er hádegisverður frjálshyggjunnar allt í einu orðinn ókeypis. Og kvöldverðurinn líka!

Að auki ætla Sjálfstæðismenn að rústa séreigna lífeyrissparnaðarkerfinu alveg og reifa þeir einnig að leyfa fólki að taka 5 milljónir út úr lífeyrissjóðunum til að greiða niður skuldir heimila.

Áður fyrr stóð Sjálfstæðisflokkurinn vörð um lífeyrissjóðina. Hvað skyldu aðilar vinnumarkaðarins segja um þessar tillögur?

Ég er hræddur um að Milton Friedman myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hversu langt lærisveinar hans á Íslandi eru komnir út af sporinu!

 

Síðasti pistill: Miðjustjórn Framsóknar?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar