Laugardagur 27.04.2013 - 22:10 - FB ummæli ()

Buddupólitíkin 2013

Eitt megineinkenni kosninganna í ár er að þær snúast um budduna.

Kjósendur spyrja um framboðin, hvert og eitt: “Hversu mikið mun þessi flokkur borga mér? Hvað græði ég á þessum flokki?”

Þetta snýst um hagsmuni, peninga.

Hugsjónapólitík á ekki upp á pallborðið.

Bestu fulltrúar hugsjónastjórnmála eru Húmanistarnir og Lýðræðisvaktin.

Húmanistar eru að bjóða fram í fjórða sinn og mælast með 0,1% í síðustu könnun. Þetta er aðdáunarvert fólk (Júlíus Valdimarsson, Methúsalem Þórisson o.fl.) með góðar hugsjónir – en almenningur spyr “hvað græði ég á þeim”?

Þeir borga engum neitt – og fá þvi ekkert fylgi.

Lýðræðisvaktin stendur einkum fyrir nýja stjórnarskrá. Almenningur spyr: “Hvað ætlið þið að lækka skuldir okkar mikið?”

Þeir segja: “Við lofum engu” – og fá lágmarksfylgi!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar