Færslur fyrir apríl, 2013

Sunnudagur 21.04 2013 - 11:20

Áhrif nýju flokkanna á fjórflokkinn

Eitt af einkennum kosninganna núna er hinn mikli fjöldi nýrra framboða, sem flest fá mjög lítið fylgi. Nýju flokkarnir taka fyrst og fremst fylgi frá stjórnarflokkunum. Tap Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til nýju framboðanna er lítið, eða um 8% af fyrra fylgi á móti 24-32% hjá stjórnarflokkunum.   Tap stjórnarflokkanna VG tapar meiri til nýju flokkanna […]

Laugardagur 20.04 2013 - 13:50

Tap Samfylkingar og VG til Framsóknar

Það er alltaf álitamál hvernig haga skuli kosningabaráttu. Áherslumál og yfirbragð kynningarstarfsins skipta máli. Mér sýnist að stjórnarflokkunum báðum hafi yfirsést að þeir hafa hvor um sig tapað nærri einum af hverjum fimm sem kusu þá 2009 yfir til Framsóknar, skv. nýjustu könnunum (sbr. Fréttablaðið í gær). Stærsti straumurinn er þangað. Smáflokkarnir taka þó líka […]

Laugardagur 20.04 2013 - 11:14

Atvinnuleysi – Ísland og Írland samanborin

Ríkisstjórnin hefur náð ótrúlega góðum árangri á sumum sviðum endurreisnarinnar. Dæmi um það er baráttan gegn atvinnuleysinu. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig atvinnueysið þróaðist á Íslandi í samanburði við Írland, sem lenti illa í fjármálakreppunni eins og Ísland. Atvinnuleysið á Íslandi varð aldrei nærri jafn mikið og á Írlandi, þó hrunið hér […]

Föstudagur 19.04 2013 - 16:28

Farsæld Sjálfstæðismanna

Bjarni Benediktsson var í viðtali í Fréttatímanum í dag. Segir þar sitthvað upplýsandi, fólki til viðvörunar. Bjarni Benediktsson segir: „Ef okkur tekst að nýta þá erfiðu atburði sem hér gerðust til þess að gera góða stefnu enn betri þá er þetta ekki bara sami flokkurinn. Þetta er betri flokkur en hann var.“ Ég spyr: Var […]

Föstudagur 19.04 2013 - 11:03

Nýsköpunarmaður í Framsókn

Frosti Sigurjónsson er einn athyglisverðasti nýi frambjóðandin í kosningunum. Hann er í fyrsta sæti hjá Framsókn í Reykjavík norður. Frosti hefur átt athyglisverðan feril í nýsköpun. Hann hefur verið virkur í upplýsingatæknifyrirtækjum ýmsum og meðal annars stofnaði hann ferðaleitarvefinn DOHOP, sem er frábær vefur fyrir þá sem bóka sjálfir sín flug og hótel. Þar fá […]

Fimmtudagur 18.04 2013 - 08:31

Ójöfnuður og ríkidæmi fyrir hrun

Hægri menn gera jafnan lítið úr aukningu ójafnaðar á Íslandi á áratugnum fram að hruni. Eins og frjálshyggjumenn í Bandaríkjunum eru þeir almennt ekki andvígir ójöfnuði, enda stuðlar stefna þeirra iðulega að auknu ríkidæmi hátekjufólks, bæði með auknu frelsi á fjármálamarkaði og skattaívilnunum til hátekju- og stóreignafólks. Það er eitt að megineinkennum frjálshyggjutímans á Íslandi […]

Þriðjudagur 16.04 2013 - 08:50

Brynjari svarað: Gagnrýni er ekki hatur.

Brynjar Níelsson ber sig illa undan gagnrýni minni á Sjálfstæðisflokkinn og segir hana bera vott um djúpstætt hatur mitt á flokknum. Ég hef vissulega gagnrýnt flokkinn harkalega. En það er af málefnalegum ástæðum sem hafa ekkert með hatur að gera. Ég hef raunar kosið Sjálfstæðisflokkinn, en ekki eftir 1995. Eftir það fannst mér hann fara […]

Mánudagur 15.04 2013 - 08:47

Röng áhersla Samfylkingar

Ég er svolítið hissa á því hvernig forysta Samfylkingarinnar hefur lagt upp kosningabaráttu sína. ESB-málið er í of stóru hlutverki. Samfylkingin leiddi ríkisstjórn sem tók við erfiðasta búi lýðveldistímans, í kjölfar frjálshyggjuhrunsins. Halli á ríkisbúskapnum var um 14,5% af landsframleiðslu í lok árs 2008 og kaupmáttur heimilanna hafði hrunið um hátt í 20% áður en […]

Laugardagur 13.04 2013 - 22:52

Reiknivillan í kosningastefnu Sjálfstæðisflokks

Kjarninn í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins er mikil lækkun skatta. Loforð þeirra um skattalækkanirnar nema um 100 milljörðum eða meira, skv. lauslegu mati. Svo segja þeir að skattalækkanir þeirra muni skapa stórauknar tekjur ríkissjóðs – eins og hendi verði veifað! Þær auknu tekjur muni duga til að greiða fyrir önnur kosningaloforð og einnig til að greiða niður […]

Föstudagur 12.04 2013 - 14:58

Framsókn er vandinn – ekki Bjarni Ben.

Það er mikið fát á Sjálfstæðismönnum núna á lokaspretti kosningabaráttunnar. Undirróðursmenn í flokknum létu gera könnun til að þröngva Bjarna Benediktssyni til að segja af sér formennsku. Forsenda þessa alls er sú tilgáta, að slakt gengi Sjálfstæðisflokks í könnunum sé vegna vantrausts á formanninum. En þá gleyma menn því að Bjarni var formaður í desember […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar